Góð ráð: Til að þurrka bursta eftir þvott!

Ég verð nú alveg að viðurkenna það að þrífa burstana mína er nú ekkert endilega það skemmtilegasta sem ég geri..en samt, nauðsynlegt! Ég er vön að taka þá alla í þvott á svona 6 vikna fresti, og það er í raun og veru alveg nóg ef maður er bara að nota þá á sjálfan sig. Seinasta sumar skrifaði ég færslu um hvernig ég hreinsaði burstana mína, HÉR, en það er alveg kominn tími á að uppfæra hana þar sem ég nota aðra aðferð núna. Ég skal segja ykkur frá henni á blogginu mjög fljótlega, en mig langar líka að segja ykkur frá öðru sniðugu ráði sem ég rakst á á netinu um daginn!

IMG_0137

Þegar maður er búinn að hreinsa burstana er mikilvægt að leyfa þeim að þorna vel. Langbest er að leyfa þeim að þorna alveg yfir nótt eða jafnvel lengur. Mér finnst oft þægilegt að þrífa þá seinnipartinn og þá ná þeir að þorna yfir restina af deginum og svo alla nóttinna þangað til ég þarf að nota þá daginn eftir. En til þess að fara sem allra best með burstana, og tryggja að þeir endist lengur, er mjög gott að þurrka þá þannig að þeir snúi niður. Þá nær ekkert vatn sem gæti verið ennþá í burstahárunum að leka niður í miðjuna, þar sem límið sem heldur hárunum er. Ef að vatn fær að liggja lengi á líminu getur það leyst það upp, allavega þannig að það endist skemur, og þá geta hárin í burstunum fyrr farið að losna. Það sem ég var alltaf í vandræðum með, var að koma burstunum mínum þannig fyrir að þeir sneru niður, án þess að hárin beygluðust einhvernveginn eða að þeir væru dettandi útum allt. Þangað til ég fattaði þessa frábæru nýtinu á Real Techniques burstatöskunni minni!

IMG_0139

Ef að þið eigið eitthvað af Real Techniques burstasettunum þá eigið þið eina svona tösku. Það sem er sniðugt við þær er að það er hægt að nota þær sem stand líka, og þær eru auðvitað með teygjum sem halda burstunum á sínum stað. Með því að stinga burstunum í töskuna ná þeir að þorna alveg algjörlega á hvolfi, svo að pottþétt ekkert vatn nær að leka niður! Ég var svo ótrúlega spennt þegar ég fattaði þetta því þetta var eitthvað sem ég var endalaust að vandræðast með. Þessar töskur henta alveg sérstaklega vel af því að þær eru standur líka, en ef þið eigið öðruvísi töskur gæti verið möguleiki að stinga burstunum í þær og láta töskuna sjálfa svo halla. Þá eru burstarnir allavega fastir í, og hárin liggja ekki á neinu og beyglast ekki.

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: