Uppskrift: Frosnir Skyrdropar

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar ég finn aftur skemmtilegar uppskriftir sem ég hef gert áður en er löngu búin að gleyma. Ég var eittvað að renna í gegnum myndir á flakkaranum mínum um daginn þegar ég rakst á mynd af þessum frosnu skyrdropum sem ég gerði stundum og átti í frystinum. Þeir eru alveg ótrúlega einfaldir í framkvæmd og taka stuttann tíma. Mér finnst mjög gott að borða þá eina og sér beint úr frystinum, eða dreifa yfir t.d. vanilluskyr eða ávexti.

IMG_0080

Það eina sem þarf til að búa þá til er:

Skyr – hvaða bragðtegund sem er, en ég nota yfirleitt jarðaberja og bláberja

Skæri

Plastpoki

Eldfast mót eða bökunarmót

IMG_0097_fotor

Ég klippi lítið gat í hornið á plastpokanum, set svo skyrið ofan í hann, og sprauta þeim í gegnum gatið í botninn á eldfasta mótinu. Ég nota ekkert til að smyrja eldfasta mótið eða neitt svoleiðis, en það er eflaust sniðugt að setja bökunarpappír í botninn. Droparnir festast samt ekkert neitt svakalega við botninn og ég hef aldrei verið í vandræðum með að gera þetta svona. Það fer algjörlega eftir því hvað gatið á plastpokanum er stórt, hversu stórir droparnir verða. Þeir voru svona alveg í stærra lagi hjá mér núna, og ég hef yfirleitt haft þá aðeins minni. Þá verða þeir nokkurnveginn jafn stórir og svona súkkulaðibitar sem maður kaupir í bakstur. Það er mjög auðvelt að sprauta skyrinu því það er þykkt og bráðnar ekki í höndunum á manni.

IMG_0097_2

Þegar ég er búin að sprauta í allt mótið fer það beint inn í frystinn. Það tekur skyrdropana svona sirka klukkutíma að frjósa og verða að föstu formi, svo þá tek ég þá út og nota gaffal til að ná þeim upp af botninum. Næst set ég þá beint í box sem ég geymi svo í frystinum.

IMG_0100

Eins og ég nefndi áðan er ótrúlega sniðugt að dreifa þeim til dæmis yfir venjulegt óbragðbætt skyr eða vanilluskyr, ef manni langar í smávegis auka bragð. Það er líka sniðugt að skera niður ávexti og blanda þeim saman og líka til að setja í boost eða krukkugrauta! Ég vel oftast að taka þá bara beint úr frystinum og upp í munn þegar mér langar í eitthvað kalt og sætt, og þetta er mjög svipað og svona jógúrtís. Það sem þarf að hafa í huga er að um leið og þeir fara að bráðna verða þeir auðvitað bara eins og skyr er venjulega, og það gerist alveg nokkuð hratt. Það er yfirleitt samt ekki vandamál hjá mér þar sem ég borða þá bara beint úr frystinum. Ég mæli allavega klárlega með að prófa og eiga í frystinum, og ef ykkur detta fleiri skemmtilegar leiðir til að nota þá í hug megið þið endilega deila þeim með okkur hinum 🙂

xxx

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: