Ég mæli með: Scholl Express Pedi

Núna þegar sumarið fer að nálgast fer einnig að koma tími sandalanna. Við fögnum því að sjálfsögðu! Þegar sandalatímabilið fer að ganga í garð finnst mér mikilvægt að vera dugleg að hugsa um fæturna á sér svo maður geti verið með fallega fætur í öllum fallegu sandölunum. Fyrir nokkru síðan kynntist ég einni snilldargræju sem er fullkomin til þess að hjálpa til við að halda fótunum fallegum í sumar.

IMG_2366

Græjan er frá Scholl, sem er merki sem er þekkt fyrir allskonar krem og fleira fyrir fæturna. Ég rakst fyrst á hana í fyrrasumar þegar hún kom á markað, en lét einhvernveginn aldrei verða af því að prófa hana. Það sem þetta gerir er í raun og veru eins og vélrænn raspur fyrir fæturna. Ég veit sennilega ekkert leiðinlegra en að raspa á mér fæturna til að losna við dauða húð, en það er samt sem áður svo mikilvægt! Það bara tekur einhvernveginn alltof langann tíma ef maður ætlar að gera það almennilega. En með þessari græju verður verkið svona 100x léttara, og tekur líka mun styttri tíma. Þetta bláa sem er efst (raspurinn sjálfur) snýst þegar vélin er sett í gang, svo auðvelt er að nota það eins og svona slípirokk fyrir fætur! Það sem er líka sniðugt er að það er hægt að skipta um rasp þegar hann er orðinn lélegur, og fyllingarnar eru alls ekki dýrar.

IMG_2382_fotor

Ég man ekki nákvæmlega hvað tækið kostar úti í búð, en það er eitthvað í kringum 6-7þúsund krónur. Til að nota það gerið þið eins og á myndinni hér fyrir ofan, setjið það í gang, og farið svo með það á þau svæði þar sem einhver hörð og leiðinleg húð hefur safnast saman. Tækið losnar við hana á augabragði og ég sá alveg ótrúlegan árangur eftir fyrsta skiptið. Ég verð að viðurkenna að ég er alls ekki nógu dugleg við að raspa á mér fæturna, þar sem mér finnst það einstaklega leiðinlegt. En með þessari græju verður það svo auðvelt og fljótlegt að mér finnst það ekkert mál! Græjan fæst í Hagkaup og apótekum, og fyllingarnar fást sömuleiðis á sömu stöðum.

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð og vörur í henni eru keyptar af greinarhöfundi sjálfum (nú eða móður hennar).

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: