5 uppáhalds í apríl!

Þá er komið að hinu mánaðarlega 5 uppáhalds..og seinasta uppáhaldi vetrarins er það ekki? Eigum við ekki bara að segja það? Nú hlýtur sumarið að vera komið!

Essie naglalakk í litnum Fiji

IMG_7019

Ég veit að ég er búin að segja ykkur áður frá þessu uppáhaldi, en í tilefni þess að Essie naglalökkin eru komin í sölu hér á Íslandi, verð ég bara að birta það aftur. Þessi litur, Fiji, er nefnilega allra mesta uppáhaldið mitt, og ég er nánast alltaf með þetta naglalakk. Ég fæ líka alltaf spurningar hvaða naglalakk þetta sé, enda er liturinn fullkomlega ljósljós bleikur. Svo nú get ég sagt ykkur að þið getið fengið hann í næstu verslun eða apóteki!

MoroccanOil Volume sjampó og hárnæring

IMG_0170

Seinasta mánuðinn er ég búin að vera að nota sjampó og hárnæringar tvennu frá MoroccanOil sem heitir Volume. Ég sver að mér finnst hárið á mér aldrei hafa verið betra, en ég held reyndar að það sé sambland af þessu sjampói og næringu, því að ég hafi klippt alla slitnu endana af, og frábæru hitavörninni sem ég er að nota (HÉR). Ég allavega elska bæði sjampóið og næringuna og það gefur hárinu mínu aukið umfang, auk þess að næra það virkilega vel og gera það glansandi og fallegt. Og svo er lyktin auðvitað alltaf stór plús!

The Balm Bahama Mama

IMG_1501

Ég fékk mér Bahama Mama sólarpúðrið frá The Balm um daginn, auk hins víðfræga Mary-Loumanizer highlighternum. Ég er búin að nota sólarpúðrið upp á dag síðan ég fékk það, og finnst það vera hið fullkomna matta sólarpúður í augnablikinu. Það fæst t.d. á LineUp.is.

Brazilian Tan brúnkukrem

IMG_0169

Í þessum mánuði var ég í prófum. Þegar prófunum loksins lauk fattaði ég að ég hafði alveg steingleymt að hugsa um brúnkuna (og kannski allt annað tengt útliti eins og gengur og gerist í prófunum), en langaði að næla mér í smá lit. Ég mundi þá að ég átti brúsa af Brazilian Tan uppi í skáp, og skellti því á mig. Það er heillangt síðan ég notaði það seinast en það stendur alltaf fyrir sínu! Það sem er þægilegast við það er að það er brúnt á litinn, svo maður sér hvar maður er búinn að setja lit, og svo er það bara 1 mínútu að verða brúnt!

I Love.. sturtukrem með hindberjum og vanillu*

IMG_2445

Ég fékk þetta fallega sturtukrem í byrjun mánaðarins og er búin að nota það með sturtudúsknum mínum síðan þá. Það er alveg ótrúlega góð lykt af því, og það freyðir mjög vel og verður mjúkt, auk þess að skilja húðina eftir mjúka. Það er líka á virkilega góðu verði og ég mæli svo sannarlega með að prófa!

xxx

Færslan er ekki kostuð, en stjörnumerktar vörur voru fengnar sem sýnishorn, aðrar eru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

2 Comments on “5 uppáhalds í apríl!”

  1. Vá verð að skella mér á þetta naglalakk 🙂 en hvar kaupiru sushi-ið sem þú borðar – sá á snapchatað þú varst að fá þér og þetta er það girnilegasta sem ég hef séð? 😉

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: