New In: Pastel Pink Mini Bag

IMG_0156

Þið eruð mjög líklega búin að átta ykkur á því fyrir einhverju síðan að ég elska bleikt..og gyllt. Ljós baby/pastel bleikir eru í allra mesta uppáhaldi, og passa svo einstaklega vel með gylltu. Þegar ég sé eitthvað sem er ljósbleikt og gyllt finnst mér alveg virkilega erfitt að sleppa því að kaupa það. Ég er þessvegna alveg í skýjunum með nýju töskuna mína sem ég fékk mér í seinustu viku. Hún er nefnilega ljósbleik, með gylltri keðju!

IMG_0155

I Am – Bleik hangandi mini bag – 3.995kr

Ég fékk mína tösku í I Am búðinni í Kringlunni, en ég sá einmitt að þau postuðu á Instagram að þau hefðu verið að fá pastel litaðar mini bag, og ég var ekki lengi að mæta á svæðið! Þið munið kannski eftir því þegar ég sýndi ykkur svarta Mini bag-ið mitt sem ég fékk mér í vetur, færslan er HÉR. Ég er án gríns búin að nota hana fáránlega mikið, enda er þetta svo mikið fullkomin stærð til að vera með þegar maður er að fara eitthvað út. Þessi bleika er fullkomin í safnið, til að gefa þessari svörtu smá frí. Það voru líka til pastel litaðar alveg eins og þessi svarta, og svo voru líka til fleiri litir af þessari eins og ég er með. Pastel græna og pastel bláa eru til dæmis alveg hrikalega flottar! Ég var í alvörunni í svona 30mín í búðinni að reyna að velja á milli, en endaði svo á að velja þessa ljósbleiku með keðjunni.

IMG_0158_fotor IMG_0157_fotor

Kápan mín er úr Vero Moda og ég fékk mér hana fyrir nokkrum vikum fyrir vorið. Skórnir eru líka nýjir, en þeir eru úr Kaupfélaginu frá merkinu Vagabond.

xxx

Færslan er ekki kostuð en sumar vörur í henni voru fengnar sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: