Nýtt: ESSIE Á ÍSLANDI

Jeb..ég gerði það..skrifaði titil í caps. Bara hreinlega get ekki hamið mig! Ég er alveg að missa mig úr spenningi og það lá við að ég skrifaði alla þessa færslu í caps! Nei okeiokei ég get alveg hamið mig..eða ekki. LOKSINS ERU ESSIE NAGLALÖKKIN FÁANLEG Á ÍSLANDI!

Essie-Logo-and-bottle-sml1-940x440

Þetta eru svo sannarlega frábærar fréttir fyrir okkur sem elskum falleg naglalökk, því Essie lökkin eru algjörlega með þeim allra bestu í heiminum. Hingað til hefur merkið ekki verið fáanlegt á Íslandi, fyrir utan fríhöfnina. Ég er sjálf búin að nota mikið lökk frá merkinu, og fæ endalausar spurningar um hvar sé hægt að fá þau, svo loksins geta allir fengið að njóta þeirra með mér! Essie er leiðandi merki í vörum fyrir neglur í heiminum í dag, og býður bæði upp á frábært úrval af virkilega fallegum litum, sem og allskonar frábærum vörum til að hugsa um neglurnar. Burstinn á naglalökkunum er virkilega frábær, en auðvelt er að ná yfir alla nöglina í einni stroku (sem er auðvitað það sem öllum naglalökkurum dreymir um). Endingin er líka með þeirri allra bestu, og gæðin í lökkunum eru til að deyja fyrir. Konan á bakvið merkið er hin frábæra Essie Weingarten, en hún hefur seinustu ár þróað merkið sitt í samstarfi við fagaðila í naglabransanum, og hefur þannig náð að koma því í fremstu röð.

IMG_7009IMG_1618

Ég er búin að vera ástfangin af Essie lökkunum frá allra fyrstu notkun, og ég get með sanni sagt að það eru ekki mörg önnur lökk sem komast með tærnar þar sem þau hafa hælana. Ég er sérstaklega hrifin af fallega litaúrvalinu þeirra, enda býður merkið uppá svo dásamlega marga fallega ljósa liti, sem er akkúrat minn stíll. Mínir allra uppáhalds er Fiji liturinn sem er þessi bleiki, en ég er nánast alltaf með hann á mér og finnst hreinlega bara erfitt að skipta. Hann er líka held ég eini naglalakksliturinn sem ég sé virkilega fram á að klára upp til agna. Hvíti liturinn er líka æðislegur, þekjandi og virkilega flottur. Í dag fór Essie í sölu hér á Íslandi, og fást til dæmis í Hagkaup og Lyfjum og heilsu. Þið getið ekki ýmindað ykkur hvað mig hreinlega klæjaði í puttana að kaupa mér svona 30 liti þegar ég skoðaði nýju standana áðan, og ég á alveg pottþétt eftir að fjárfesta í þónokkrum á næstu vikum!

Þið getið fylgst með Essie á Íslandi á Facebook HÉR og Instagram HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð og vörur eru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

5 Comments on “Nýtt: ESSIE Á ÍSLANDI”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: