Ég elska: Eleven Miracle Hair Treatment

Eftir að ég klippti á mér hárið um daginn lofaði ég sjálfri mér að nú myndi ég byrja að hugsa betur um það, svo það fari ekki aftur eins og seinast, en það var orðið mjög slitið. Ég hef alveg gerst sek um að hugsa ekki nógu vel um hárið stundum, en þegar það er orðið svona fínt núna tými ég ekki að ekki hugsa vel um það, því mig langar að halda því svona sem allra lengst. Ég á það alveg til að slétta á mér hárið, og svo nota ég auðvitað stundum hárblásara. Þegar maður er að hita hárið svona er ótrúlega mikilvægt að nota góða hitavörn svo maður skemmi það ekki, og það verði þurrt, því þá eru líka meiri líkur á að það brotni og verði slitið. Um daginn kynntist ég frábæru hárefni með hitavörn sem ég hef verið að nota síðan, og finnst algjörlega æðislegt!

IMG_2463

Hárefnið er frá merki sem heitir Eleven og er frá Ástralíu. Efnið heitir Miracle Hair Treatment, en það á hafa ellefu frábæra kosti fyrir hárið. Það til dæmis veitir vörn gegn hita, aframagnar hár, er rakagefandi og eykur mýkt og gljáa, byggir upp viðkvæmt hár, veitir náttúrulega fyllingu og ver hárið fyrir skemmdum frá útfjólubláum geislum, sól og klór. Þetta er í raun og veru hugsað sem það eina sem þú átt að þurfa að setja í hárið á þér, til að fá alla þessa frábæru kosti sem vernda það og stuðla að heilbrigðu hári. Ég algjörlega elska þessa vöru og hárið á mér hefur aldrei verið jafn meðfærilegt og MJÚKT! Ég stend mig stundum að því að vera að klappa sjálfri mér á hausnum heillengi, því ég bara get ekki hætt að finna hvað það er mjúkt. En eitt samt það allra besta við þessa vöru er lyktin…óóó hvað ég elska hana. Það er svona létt kókoslykt af þessu efni og manni líður alltaf eins og maður sé bara nýkominn af ströndinni. Efnið á að henta öllum hártýpum og ég mæli svo sannarlega með því, sérstaklega fyrir sumarið þegar margir eru á leið í sólina! Ég er orðin virkilega skotin í þessu merki, og dauðlangar að prófa saltspreyið, sem er svona texture sprey fyrir hárið!

Ég fékk mína Miracle Hair Treatment á Funky á Akureyri, en Solid hár á Laugavegi er líka með þetta merki. Svo fann ég fleiri útsölustaði HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð og vöruna keypti greinarhöfundur sjálfur.

xxx

7 Comments on “Ég elska: Eleven Miracle Hair Treatment”

  1. Pingback: 5 uppáhalds í apríl! | gyðadröfn

  2. Pingback: GJAFALEIKUR: ELEVEN | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: