Góð ráð: Til að þurrka naglalakk á augabragði!

Þá er komið að fyrstu færlsunni í nýjum lið sem ég er búin að vera að undirbúa hér á blogginu. Ég ætla kalla hann góð ráð og í honum ætla ég að birta færslur með allskonar skemmtilegum, og oft kannski óhefðbundnum ráðum um ýmislegt. Sú fyrsta snýr að naglalökkun og naglalakksþurrkun!

Okei það er kannski gott að ég byrji á að segja ykkur hvað ég er óþolinmóð. Ég er nefnilega mjög óþolinmóð. Allavega þegar kemur að ákveðnum hlutum, til dæmis því að bíða eftir að naglalakkið mitt þorni. Ekki bara finnst mér leiðinlegt að bíða, heldur þarf ég akkúrat alltaf að fara að gera eitthvað sem er ótrúlega mikilvægt að ég geri akkúrat á þeirri stundu þegar ég er með blautt naglalakk. Þetta er held ég ákveðin týpa af heilkenni þar sem maður gleymir öllu sem maður ætlaði að gera yfir daginn, en man það allt um leið og maður er kominn með blautt naglalakk á sig. Stundum er ég líka svolítið á-seinustu-stundu týpan, sem gleymi að naglalakka mig þangað til rétt áður en ég fer út. Oftar en ekki enda ég því með klesst naglalakk, með allskonar förum í eftir skónna mína eða eitthvað annað sem ég rek mig í á leiðinni út (ekki ef ég rek mig í, heldur þegar ég rek mig í).

IMG_9920

En ef þið eruð eins og ég..örvæntið ekki! Það eru nefnilega til nokkur góð ráð fyrir óþolinmóða klaufa. Ráðið er frekar óhefðbundið en inniheldur eitthvað sem allir gætu átt á sínu heimili. Pam sprey er fitusprey sem mer notað við eldamennsku (til að spreyja á pönnur áður en maður steikir), og fæst í flestum matvöruverslunum. En það er sko sannarlega ekki eina notagildið, því Pam sprey er líka þekkt fyrir að geta hjálpað naglalakki að þorna hraðar! Ég kynntist þessu ráði fyrir svolítið löngu síðan, og hef oft notað það síðan þá. Ég fattaði svo alltíeinu að ég hafði aldrei sagt ykkur frá því, svo það er tilvalið sem fyrsta færsla í nýja flokknum mínum!

Þú þarft:

Pam sprey

Skál með köldu vatni

IMG_9860

Eftir nokkrar tilraunir í eldhúsinu, er ég búin að finna þá leið sem mér finnst virka best og hraðast. Ég byrjaði á því að taka tímann á hversu hratt naglalakkið þornaði sjálft. Ég tók tímann frá því ég var búin með seinni umferðina, og þangað til það var orðið snertiþurrt. Án þess að ég gerði nokkuð tók það naglalakkið tæpar 3 mínútur að þorna. Þá gat ég snert það létt, en ef ég ýtti eitthvað fast, nú eða hefði rekið mig í, klesstist það. Svo það væri lengur ef maður ætlaði að láta það þorna fullkomlega. Næst prófaði ég svo að taka tímann á leiðinni sem mér hafði fundist virka best. Frá því að ég lauk við aðra umferð og þangað til það var þurrt voru um 30 sekúndur. Það er því ljóst að þetta er klárlega tímasparnaður þegar maður er í tímaþröng eða bara óþolinmóður!

IMG_0135_fotor

Það fyrsta sem þú gerir, er að spreyja Pam spreyi beint á neglurnar þegar lakkið er ennþá blautt. Það er alveg gott að leyfa því rétt að jafna sig, til dæmis bara á meðan maður klárar hina hendina, og spreyja svo spreyinu á. Haldið brúsanum í nokkurri fjarlægð og spreyið vel yfir allar neglurnar. Það er hægt að gera þetta yfir disk eins og ég geri hér, eða bara yfir vaskanum sem er sennilega fljótlegra. Ég get ekki svarað því hvaða efni það er í Pam spreyinu sem hefur þessi áhrif, en það allavega virkar alveg klárlega!

IMG_9915

Þegar ég er búin að spreyja yfir allar neglurnar, bíð ég í nokkrar sekúndur og sting þeim svo ofan í skál með köldu vatni, og leyfi því að bíða í 20-30sek. Eftir þann tíma er lakkið orðið þurrt og maður getur hlaupið út úr dyrunum! Ég gerði mínar tilraunir með alveg blautt lakk, en til dæmis ef maður leyfir því að þorna aðeins fyrst, er oft alveg nóg að spreyja bara Pam spreyi til að það þorni aðeins hraðar.

IMG_9921

Ef að eitthvað skyldi nú samt ná að fara úrskeiðis þrátt fyrir þetta, er ég með annað ótrúlega gott ráð ef að naglalakkið klessist eða dregst til. Það þarf meirasegja engin áhöld í það, og það er virkilega einfalt. Ég einfaldlega sleiki, já sleiki, nöglina þar sem klessið eða misfellan er. Svo getur maður notað fingurna til að slétta úr lakkinu, eftir að það er blautt með munnvatni. Þetta er algjört töfraráð sem hefur bjargað mér aldeilis oft, en það er mikilvægt að gera þetta um leið og klessan myndast svo hún nái ekki að þorna þannig.

Vonandi hjálpar þetta einhverjum fleirum sem eru óþolinmóðir klaufar eins og ég!

xxx

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt.

1 Comments on “Góð ráð: Til að þurrka naglalakk á augabragði!”

  1. Pingback: Ég elska: Essie Quick-E Drops | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: