New In: Ella M x Lindex

Um daginn sá ég mynd af sænska ofurbloggaranum Kenzu á Instagram í nýrri nærfatalínu sem er hönnuð af Ellu M fyrir Lindex. Það voru hreinlega allir að missa sig yfir myndinni, enda nærfötin virkilega falleg og Kenza sjálf alls ekki af verri endanum. Ég var ekki lengi að hendast í Lindex og kíkja á línuna, og keypti mér tvö sett.

IMG_0128       IMG_0127

Fjölubláa settið er eins og hennar Kenzu og var það sem ég fór til að kaupa. En það var bara engin leið fyrir að taka ekki þetta ljósbleika sett með mér heim líka þar sem það er algjörlega gullfallegt. Það besta við þessa línu að fyrir utan að vera óendanlega falleg og þægileg, þá er hún líka á mjög góðu verði, en báðir topparnir kostuðu 3.995 og nærbuxurnar 1.995. Þetta bleika er með svona venjulegum brjóstahaldarafestingum aftaná, en ekki með neinum spöngum samt, en strengurinn sem fer undir brjóstin veitir góðann stuðning. Blúndan er svo virkilega mjúk og þægileg. Það er aðeins minni stuðningur í þessum fjólubláa, en hann er það allra þægilegasta sem ég veit! Svo líður manni líka bara eitthvað svo vel í svona fallegum og fínlegum nærfötum.

IMG_0126

Ég mæli algjörlega með að kíkja á þessi fallegu nærföt í Lindex og máta og sannfærast um þægindin. Það eru nokkrir mánuðir síðan ég hætti eiginlega alveg að ganga í venjulegum brjóstahaldara, mér finnst einfaldlega bara svo miklu þægilegra að vera í mjúkum toppum. Þessir eru líka þannig að þó þeir séu mjúkir eru þeir líka fallegir í sniðinu og gera mun meira fyrir mann en svona venjulegir íþróttatoppar eða eitthvað.

xxx

Færslan er ekki kostuð og greinarhöfundur keypti allar vörurnar sjálfur.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: