Ég um mig: Q&A Snapchat Event

Það voru ótrúlega margir sem fylgdust með Snapchat eventinu sem var í gær í tilefni afmælisdagsins og sendu mér spurningar, sem mér fannst alveg virkilega skemmtilegt! Ég hef bara gaman af því að svara og mun klárlega skoða það að hafa eitthvað svona aftur. Story-ið varð um 1600 sekúndur svo það var greinilega mikill áhugi fyrir að gera eitthvað svona, og þið megið endilega láta mig vita ef þið eruð með fleiri hugmyndir af einhverju skemmtilegu sem hægt er að gera í gegnum Snapchat! En ég tók saman nokkrar vel valdar spurningar sem ég ákvað að setja hérna á bloggið fyrir þá sem misstu af. Þar sem þær urðu ansi margar ákvað ég að velja bara 50 skemmtilegar til að birta.

IMG_9779

1. Afhverju byrjaðirðu að blogga? Ég byrjaði að blogga afþví ég var alltaf að gera eða prófa eitthvað sniðugt, og langaði svo að geta deilt því með öðrum!

2. Hvað finnst þér skemmtilegast við að blogga? Skemmtilegast finnst mér þegar ég set eitthvað á bloggið, og einhver prófar það og finnst það jafn frábært og mér.

3. Færðu mikið frítt fyrir bloggið? Stundum já fæ ég vörur til þess að prófa fyrir bloggið, en ekki jafn mikið og fólk heldur samt örugglega. Þegar maður er að skrifa um svona margar vörur vill maður auðvitað geta prófað sem mest á markaðnum, en það er samt líka alveg ótrúlega mikið sem ég kaupi bara sjálf.

4. Hvað er uppáhalds liturinn þinn? Bleikur, ljósbleikur. Ég elska reyndar alla svona pastel liti en verð alltaf að segja ljósbleikur!

5. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Sko ég elska allt með avocado, og svo finnst mér mjög gott að fá mér sushi, og svo elska ég líka eitthvað rosalega gott salat!

6. Uppáhalds ávöxturinn þinn? Klárlega avocado, því avocado er ávöxtur ef þið vissuð það ekki. En fyrir utan það myndi ég segja banani og vatnsmelóna.

7. Hvernig er týpískur dagur í matarræði hjá þér? Ég byrja alltaf á hverjum degi á því að fá mér hafragraut í morgunmat. Svo fæ ég mér kannski eitthvað lítið sem milimál fyrir hádegismat, t.d. bara banana eða eitthvað. Í hádegismat borða ég mjög oft t.d. flatbrauð með avocado, eða þá kannski gott salat. Í kaffinu fæ ég mér oftast bara eitthvað sem er til, t.d. einn hámark, jógúrt, AB mjólk eða bara eitthvað. Kvöldmaturinn er svo alveg mjög mismuanndi, stundum elda ég mér eitthvað heima eins og kjúklingarétt t.d. Annars fer ég mjög oft og fæ mér núðlur einhverstaðar, til dæmis á Nings eða Nam, eða þá fæ mér Serrano eða eitthvað svoleiðis. Svo þarf ég alltaf að fá mér eitthvað smá að borða á kvöldin því ég er svo mikill naslari, og finnst alveg ótrúlega gott að fá mér eitthvað pínu sætt, kannski smá súkkulaði..

8. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? Ég byrja á því að vakna, og ef ég þarf ekki að vakna á sérstökum tíma sef ég yfirleitt til svona 10-11, þar sem ég er algjör svefnpurka haha. Svo yfirleitt fer ég í skólann, og er svo oftast á einhverjum fundum eða svoleiðis yfir daginn, og fer svo í ræktina seinnipartinn. Eftir ræktina kem ég heim og fæ mér kvöldmat, og er svo venjulega bara eitthvað að tjilla um kvöldið, kannski vinna fyrir bloggið eða gera eitthvað annað skemmtilegt.

9. Hvað ertu há og þung?  Ég er 156cm, algjör dvergur haha, og svo er ég yfirleitt svona í kringum 50kg, kannski svona 52 núna.

10. Ertu hætt í fitness? Ég myndi kannski ekki segja alveg hætt, en ég er allavega búin að vera í pásu núna síðan 2013, og er ekki alveg búin að ákveða hvað ég geri næst.

11. Myndirðu mæla með módelfitness fyrir aðrar? Mín persónulega reynsla af því að keppa var mjög góð en módelfitness er auðvitað alls ekki fyrir alla, og það er ýmislegt sem þarf að hugsa um áður en maður ákveður að keppa. Maður þarf auðvitað að hafa tíma þar sem maður er mjög mikið í ræktinni og þarf að undirbúa matinn sinn, svo maður þarf kannski að sleppa einhverju öðru í staðinn. En fyrir þær sem hafa áhuga og finnst gaman að vera í ræktinni og spá í matarræðinu, er þetta alveg mjög skemmtilegt og mér hefur alltaf fundist ótrúlega gaman að keppa!

12. Gætirðu hugsað þér að vera með Youtube channel? Já ég gæti alveg hugsað mér það! Hef einmitt mikið verið að spá í hvort ég ætti að fara að gera fleiri myndbönd og held það væri bara mjög gaman að fara meira á Youtube.

13. Ef þú værir með youtube channel, myndirðu gera “room-tour”, hafa make-up tutorials og mataruppskriftir? Já ég gæti alveg gert room-tour, afhverju ekki? Og já klárlega myndi ég hafa make-up tutorials! Það væri örugglega svona aðal. Og já það væri líka mjög gaman að hafa kannski mataruppskriftir.

14. Ertu almennt með make-up kennslur? Nei í raun og veru ekki beint, þannig lagað séð. En ég er að vinna með snyrtivörur svo oft er ég að sýna og kenna fólki í vinnunni.

15. Hvar vinnurðu? Ég er að vinna fyrir snyrtivöruheildsölu, en það er ýmislegt sem felst í því. Bæði að fara í búðirnar og panta, og svo er ég líka með kynningar, t.d. þegar það eru skemmtileg event og svoleiðis.

16. Hvað ferðu oft í viku í ræktina? Ég myndi segja svona 5-6 sinnum. Ég reyni að fara alltaf flesta virka daga, og svo kannski eitthvað um helgar líka.

17. Góð ráð til að fá stórann og flottann kúlurass? Ef maður ætlar að vinna sérstaklega í að fá stærri rassvöðva þarf maður að vera duglegur að taka æfingar fyrir þann vöðvahóp, þá kannski 2-3x í viku. Ég myndi segja klárlega allavega hnébeygjur, framstig og afturspark.

18. Ertu/hefurðu verið að æfa einhverjar íþróttir? Já ég var að æfa listhlaup á skautum þangað til ég var svona 12 ára, en eftir það fór ég að æfa dans. Núna er ég bara í ræktinni, en engum svona skipulögðum íþróttum.

19. Ertu feimin við að vera ómáluð? Ég myndi kannski ekki beint segja feimin..eða jú kannski smá. Ég er allavega yfirleitt oftast máluð og mála mig alveg dagsdaglega.

20. Býrðu ein eða áttu kærasta? Nei ég á ekki kærasta, en ég bý samt ekki ein, því ég bý með Örnu bestu vinkonu minni og við erum að leigja íbúð saman.

21. Hvar býrðu? Ég bý neðst í Vesturbænum.

22. Í hvaða skóla varstu og ert? Ég var í Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem ég lærði fatahönnun, en er núna í Háksólanum í Reykjavík að læra sálfræði með áherslu á markaðsfræði.

23. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Úff eftir 10 ár..ég vona allavega að ég verði í góðri vinnu til að byrja með. Svo langar mig ótrúlega mikið að gera mína eigin línu af einhverju, það væri ótrúlega kúl. Og já svo væri ég líka til í að eiga flottann bíl!

24. Ef þú mættir spyrja að hvaða spurningu sem er, og þú fengir bara svarið já, að hverju myndirðu spyrja? Ef ég fengi bara svarið já..myndi ég pottþétt spyrja: má ég eiga allt dótið hennar Kim Kardashian?

25. Hvað er uppáhalds nammið þitt? Ég verð að segja súkkulaðirúsínur, ég algjörlega elska þær og á þær alltaf til. Ég kaup alltaf rúsínur frá Góu, með ljósu súkkulaði.

26. Hver er uppáhalds Youtube-erinn þinn? Klárlega Carli Bybel, hún er bara svo ótrúlega gorgeus og er alltaf með svo falleg og skemmtileg myndbönd!

27. Hvernig er þitt náttúrulega hár, slétt eða krullað? Mitt hár er algjörlega alveg slétt, sem er alveg pínu pirrandi stundum ef manni langar að vera með krullur!

28. Ertu með cheat-day og hvað færðu þér? Núna, svona þegar ég er ekki að fara að keppa eða neitt svoleiðis er ég ekki með neinn sérstakann nammidag, fæ mér bara ef mig langar í. En þegar ég er í niðurskurði var ég yfirleitt með nammidag einu sinni í viku, og þá fékk ég mér alltaf bananapönnukökur í morgunmat, og svo súkkulaðirúsínur, og svo kannski eitthvað gott í kvöldmatinn.

29. Gott matarprógramm til að léttast? Það sem er alltaf mikilvægast með matarræðið, er að hafa það í jafnvægi. Það er í rauninni ekkert eitt gott matarprógramm sem er hægt að nota til að léttast, heldur þarf það svolítið að vera sniðið að hverjum og einum.

30. Góð ráð til að halda hárinu fallegu? Númer 1, 2 og 3 finnst mér vera að nota gott sjampó og hárnæringu sem hentar mínu hári. Svo ef að maður er að slétta það eða eitthvað svoleiðis er alveg ótrúlega mikilvægt að nota góða hitavörn, þar sem það getur farið mjög illa með hárið. Og svo mæli ég með að nota hármaska annarslagið til að halda því fallegu.

31. Hvaða sjampó og hárnæringu ertu að nota núna? Núna er ég að nota MoroccanOil bæði sjampó og næringu, og er með tegundina sem heitir “Volume”.

32. Uppáhalds snyrtivara sem þú gætir ekki verið án? Úff erfið spurning! En sú snyrtivara sem ég nota mest og gæti aldrei verið án er örugglega maskari. Ef ég þyrfti nauðsynlega að velja hvaða maskara ég myndi nota, og ég mætti ekki nota neinn annan það sem eftir er, myndi ég örugglega velja So Couture maskarann frá L’oreal því hann er my absolute fav!

33. Hvaða maska mælirðu með að gera? Ég mæli ótrúlega mikið að prófa maskann sem er hérna á blogginu og heitir “Subbulegur andlitsmaski fyrir ljómandi húð”. Hann er æðislegur og gerir svo ótrúlega mikið fyrir húðina!

34. Hvaða farðabursta notarðu með Mary-Loumanizer? Ég nota alltaf Blush Brush, frá Real Techniques.

35. Bestu hyljarar sem er hægt að kaupa á Íslandi? Ég myndi segja Lumi hyljarapenninn frá L’oreal fyrir léttari hyljara, t.d. undir augun, og svo Select Cover-up frá Mac sem hylur allt!

36. Uppáhalds farðinn þinn? Það eru tveir farðar sem ég nota allra mest en það eru Fusion Ink farðinn frá YSL og svo True Match frá L’oreal.

37. Uppháhalds dagkremið þitt? Ég skipti yfirleitt á milli Skin Perfection kremsins frá L’oreal, og svo Nutri Gold frá L’oreal, en ég er í Nutri Gold núna og finnst það æði!

38. Uppáhalds púðrið þitt? Ég nota ekkert rosalega mikið púður, því ég vill aldrei vera of mött í framan, en BB púðrið í litnum light frá L’oreal finnst mér vera algjör snilld til að setja hyljarann minn og svona.

39. Bestu augnskuggapalletturnar? Ég elska Naked palletturnar frá Urban Decay og nota þær langmest. Ég nota oftast stóru Naked2 pallettuna eða litlu Naked Basics.

40. Bestu ódýru augnskuggapalletturnar? Fyrir ódýrari augnskuggapallettur myndi ég mæla með Maybelline, það er hægt að kaupa svona fjóra liti saman og þær eru bæði mjög ódýrar og á virkilega góðu verði!

41. Uppáhalds baby lips? Klárlega þessi fjólublái! Þar sem ég er ekkert eitthvað mikið fyrir að vera með alltof mikla liti á vörunum finnst mér hann æði, því það kemur bara svona smá litur.

42. Fimm uppáhalds varalitir? Að velja 5 uppáhalds varaliti er alveg pínu challenge fyrir mig, þar sem ég er ekki mikið fyrir að vera með liti á vörunum, en ég valdi samt 5 sem mér finnst fallegir og finnst ég geta notað. Fyrsti er frá Maybelline, nr.900 og heitir Pink Pop, en hann er svona skærbleikur og ótrúlega sætur og sumarlegur. Svo valdi ég tvo úr Color Drama Velvet línunni frá Maybelline sem eru svona þykkir varalitablýantar sem maður notar samt eins og varaliti, og þá elska ég nude litinn nr. 630 og dökk-berja rauða nr. 310. Seinustu tveir eru svo frá Mac, en annar er líka svona dökk-berja rauður og heitir Rebel, og hinn er frekar plain og heitir Brave.

43. Hvernig þrífurðu húðina þína? Dagsdaglega nota ég annaðhvort hreinsimjólk eða hreinsivatn á kvöldin til að þrífa hana, og svo nota ég annarslagið skrúbba eða grófann þvottapoka til að hreinsa betur. Ég nenni yfirleitt bara að nota skrúbb þegar ég fer í sturtu, en þá nota ég hann örugglega svona 3x í viku.

44. Besta leiðin til að losna við bólur? Allra besta leiðin til að losna við bólur finnst mér vera að nota besta bólubanann, sem er í uppskrfitunum hérna á blogginu. Ég set þá besta bólubanann á bóluna á hverjum degi þangað til hún fer!

45. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir bólur sem koma þegar maður svitnar? Það fyrsta sem þarf að passa er ef að maður er með hárband eða eitthvað svoleiðis og svitnar undir því, því þá nær húðin ekki að anda og bólur myndast auðveldlega. Svo mæli ég með því að vera alltaf með hreinsivatn í töskunni og strjúka yfir húðina um leið og maður er búinn á æfingu svo að svitinn nái ekki að setjast og mynda bólur.

46. En hvað með hormónabólur? Ef að maður fær hormónabólur er oft mikilvægt að byrja á því að komast að því afhverju þær eru að koma, og reyna að breyta því. En annars hefur mér fundist “besti bólubaninn” líka geta hjálpað helling við svoleiðis bólum!

47. Hefurðu lært förðun? Nei ég hef ekki lært förðun, en hef verið að vinna með snyrtivörur síðan 2011 og er svo bara sjálf lærð.

48. Hvernig lærðirðu að mála þig vel? Ég lærði langmest bara með því að prófa mig áfram! Stundum horfi ég líka á youtube myndbönd eða eitthvað svoleiðis en langmest hef ég bara verið að prófa og leika mér þangað til ég er ánægð.

49. Hvað kaupirðu alltaf þó þú eigir nóg? Úff það er svo ótrúlega margt sem ég er alltaf að kaupa mér þó ég eigi alveg nóg..en ég held ég verði samt að segja snyrtivörur! Ég er alltaf að kaupa mér nýjar snyrtivörur þó ég eigi sko miklu meira en nóg af þeim.

50. Hvað ætlarðu að gera í sumar? Í sumar verð ég að vinna, og svo ætla ég bara að reyna að gera eitthvað skemmtilegt líka. Það er líka planið að skella mér eitthvað til útlanda en ég er ekki búin að ákveða hvert.

Takk kærlega fyrir mig!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: