Bloggið 1. árs: Vinningshafar í afmælisleiknum!

Jæja elsku bestu og yndislegustu lesendur!

Ég á hreinlega ekki orð yfir ykkur! Þið getið örugglega ekki ýmindað ykkur hvað þið hafið glatt mig mikið seinastliðna viku með öllum fallegu kommentunum ykkar, og bara…hversu margir gáfu sér tíma til að taka þátt og senda mér afmæliskveðju! Alls voru 3.260 manns sem tóku þátt, sem var eitthvað sem ég bjóst aldrei við! Eins og ég sagði ykkur þá féllu alveg nokkur tár þegar ég las yfir kommentin og ég get eiginlega bara ekkert sagt yfir því hvað þau voru mörg yndislega falleg og innileg. Þannig bara enn og aftur TAKK fyrir að taka þátt og senda mér kveðju, og vonandi haldið þið áfram að fylgjast með mér á næsta ári!

Mér fannst líka æðislegt að fá aðeins að heyra hvað ykkur finnst skemmtilegast að skoða á síðunni, og ég er sko núþegar komin með fullt af hugmyndum af allskonar sem ég ætla að sýna ykkur á næstu vikum! Þið megið svo auðvitað alltaf koma með ábendingar eða uppástungur um eitthvað sem ykkur langar að sjá á síðunni, enda er bloggið gert fyrir ykkur ❤ Mér fannst líka virkilega gaman hversu margir nefndu að ég væri einlæg og heiðarleg, því það er mitt allra stærsta markmið og akkúrat það sem ég vil standa fyrir..svo ég lofa að ég verði það áfram næsta árið. Lesendahópurinn hefur stækkað töluvert og komandi tímar eru aldeilis spennandi.

En að því sem bókstaflega allir eru að bíða eftir! Hver vann stóra vinninginn?

IMG_9779

Eins og ég sagði ykkur ætlaði ég að gefa þrjá vinninga, einn stórann aðalvinning sem inniheldur snyrtitöskuna mína, og svo tvo minni. Ég notaði vefsíðuna random.org til að velja algjörlega handahófskennt númer.

Þær sem unnu minni pakkann:

Dagný Sif Jónsdóttir

og

Margrét Lilja Stefánsdóttir

Þær báðar fá semsagt gjafapoka sem inniheldur: Expert Face Brush, So Couture maskara, augnfarðahreinsinn, Everyday Flutter augnhár, eyeliner pennann og Baby Lips varasalva.

Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju!

Eeeeeen…sú heppna sem vann stóra vinninginn.

Screen Shot 2015-04-24 at 14.03.47

Innilega til hamingju Nanna Vilhelmsdóttir! Þú átt stórann og fallegann pakka hjá mér, ásamt one-on-one sýnikennslu og spjalli um vörurnar.

Ég mun hafa samband við vinningshafana á morgun.

Annars þakka ég öllum aftur innilega fyrir þátttökuna!

xxx

2 Comments on “Bloggið 1. árs: Vinningshafar í afmælisleiknum!”

  1. Pingback: Ég ætla að gefa: Snyrtitöskuna mína! | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: