Bloggið 1. árs: SNAPCHAT EVENT
Eins og ég var búin að segja ykkur frá ætla ég að vera með Snapchat Event í dag þar sem ég ætla taka á móti spurningum og svara þeim í story. Ég mun byrja að svara í kringum hádegið, en þið megið endilega bara byrja að senda mér spurningar í gegnum Snapchat. Þær mega vera um hvað sem er, hvort sem það tengist mér persónulega og einhverju sem ykkur langar að vita um mig eða bara einhverju öðru, og ég geri mitt allra besta til að svara sem flestum! Þið getið addað mér með notendanafninu gydadrofn, eða tekið mynd í gegnum Snapchat af draugnum hér fyrir neðan.
Svo veit ég að það bíða margir mjög spenntir eftir að ég dragi úr afmælisleiknum og tilkynni hver fær stóra vinninginn Ég mun draga út vinningshafana þrjá eftir hádegið, og tilkynna þá seinnipartinn hér á síðunni, svo fylgist ennþá spennt með!
xxx