Bloggið 1. árs: Vinsælasta færslan

Þá er komið að því að rifja upp seinustu færsluna í afmælisvikunni, enda stóri dagurinn á morgun og ég get hreinlega ekki beðið eftir að draga úr leiknum og fá að gleðja einhvern með vinningnum! Ég minni líka á Snapchat eventið sem verður á morgun, en þá mun ég taka spurningar í gegnum Snapchat og svara þeim í story, notendanafnið er gydadrofn.

En vinsælasta færsla seinasta árs er alls ekki gömul, og hún er nýjasta færslan af þeim sem ég hef verið að endurbirta. Hún er samt sem áður búin að ná þeim titli að vera mest heimsótta færslan, og sú sem hefur verið oftast deilt á Facebook. Hún algjörlega sló í gegn þegar ég birti hana, sem sýnir kannski að það eru oft bara einföldustu færslurnar sem fólki líkar við. Hún var nefnilega skrifuð á örfáum mínútum, og alls ekki plönuð, heldur ákvað ég bara að ég gæti nú alveg sett þessa uppskrift á bloggið fyrst ég væri að búa mér til þennan djús. Þannig þessari færslu var í raun bara hent þarna inn, og varð svo bara vinsælasta færsla síðunnar innan nokkurra daga! Með tilliti til innihaldsins er ég samt ekkert hissa á velgengninni því uppskrfitin er algjörlega frábær og stenst alveg titilinn, nefnilega: Grænn djús sem er alveg eins og vanilluís! 

Færslan eins og ég birti hana upprunlega:

Uppskrift: Grænn djús sem er alveg eins og vanilluís!

IMG_6310

Mamma rakst á ótrúlega girnilega uppskrift af grænum sjeik í Fréttablaðinu um daginn og sendi mér mynd af henni. Eftir að ég las innihaldsefnin gat ég ekki beðið eftir að prófa, enda hljómaði hann ótrúlega vel! Og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum..þessi er fullkominn fyrir þá sem eru kannski ekkert mikið fyrir græna djúsa en langar samt sem áður að bæta þeim í matarræðið. Hann er mjög sætur og eiginlega bara alveg eins og vanilluís! Í upprunalegu uppskriftinni er minna magn af möndlumjólk (1/4 bolli), en við mamma vorum báðar sammála um að nota meira magn af henni. Drykkurinn er samt sem áður frekar þykkur, og mjög mjúkur.

IMG_6305

Grænn sjeik (fyrir 1):

1 Frosinn banani

1/2 Lítið avocado

Góð lúka af spínati

1/2 Bolli möndlumjólk

1/2 tsk. Vanilludropar

1/4 tsk. Kanill

Ég skar bananann minn í bita og setti í poka í frystinn daginn áður en ég gerði sjeikinn. Að hafa bananann frosinn er það sem gefur drykknum “ís” áferð, svo ég mæli með að hafa hann frosinn. Svo bara skelli ég öllu í blandara (ég nota Nutribullet) og blanda þar til allt er orðið mjúkt!

IMG_6308

Þegar ég er ekki búin að búa til mína eigin möndlumjólk, er Blue Diamond Almond Breeze mjólkin í uppáhaldi hjá mér. Hún fæst í Nettó, er án sætu og ótrúlega bragðgóð. Ég mæli svo sannarlega með því að prófa þennan sjeik, hann kom verulega á óvart!

xxx

2 Comments on “Bloggið 1. árs: Vinsælasta færslan”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: