Bloggið 1.árs: Uppáhalds færslan mín

Það var sko alls ekki erfitt að velja uppáhalds færsluna mína frá seinasta ári. Eða svona þannig lagað séð, það var nefnilega eiginlega bara ein sem átti þennan titil allann tímann. Ástæðan fyrir því að ég vel þessa færslu, er vegna þess að hún er ástæðan fyrir því að ég lét verða af því að byrja með bloggið! Ég nefnilega prófaði þessa uppskrift og hugsaði: vá! þetta er frábært! ég verð að segja öllum frá þessu! Eftir að ég sagði mömmu og vinkonum mínum frá uppskriftinni hafði ég eitthvað svo mikla þörf fyrir að segja fleirum frá henni svo fleiru gætu notið hennar. Og þá hugsaði ég: hmm..kannski ég ætti bara að búa til blogg svo ég geti deilt öllu því sem mér finnst svona mikil snilld svo fleiri geti notið þess! Og þannig byrjaði blogggið! Þetta var jafnframt fyrsta uppskriftin á blogginu, og sló alveg í gegn, en henni hefur verið deilt tæplega 500 sinnum á Facebook og margir komu til mín eftir að ég birti hana og sögðust hafa prófað hana.

Annað sem er skemmtilegt að segja frá í sambandi við þessa færslu, var að í upphafi skýrði ég hana óvart: Mjúkustu leggir í heimi, en ekki mýkstu leggir í heimi. Svo ég fékk líka þónokkrar málfarsábendingar og fólk hefur örugglega hugsað: jesús þessi kann nú ekkert að skrifa… Mér fannst þetta alveg hræðilega vandræðalegt fyrst þegar ég fattaði þetta, en núna þegar ég er ennþá hérna ári síðar finnst mér þetta bara fyndið. Ég lagaði nafnið á titlinum eftir á, en ég sé núna að ég hef gleymt að breyta orðinu mjúkustu inn í færslunni, og ég ætla bara að leyfa því að vera þannig!

Færslan eins og ég birti hana fyrst:

Uppskrift: Mýkstu leggir í heimi!

Okei ég gat eiginlega bara ekki beðið eftir að gefa ykkur uppskriftina af þessum uppáhalds skrúbbnum mínum! Hann er of mikil snilld!

Ég rakst á uppskriftina af honum á pinterest fyrir einhverjum tíma og hef haldið uppá hana síðan. Ég er algjör sökker fyrir einhverju svona sem þú getur búið til heima og ég elska að hafa dekurkvöld og búa til minn eigin skrúbb eða maska! Veit eiginlega ekki hverju úr ískápnum eða skápunum ég hef ekki prófað að troða í andlitið eða hárið á mér! Ekki samt spyrja mig um skiptið sem ég setti egg í hárið á mér og skolaði það svo úr með heitu vatni..

Image

 En það allra besta við þennan skrúbb er hvað hann er alveg ofboðslega einfaldur! Ég á hann alltaf í sturtunni og þegar hann er búinn tekur bara nokkrar mínútur að gera nýjan. Ég set alltaf bara öll innihaldsefnin í krukku með þéttu loki og hristi þangað til hann hefur blandast vel saman. Þar sem að hann inniheldur sítrónusafa þá er hann rosalega góður til að taka dauðar húðfrumur og hreinsa efsta lagið af húðinni. Ólívuolían skilur húðina svo eftir silkimjúka. Í skrúbbinn fer:

1 og 1/4 bolli sykur

1/2 bolli ólívuolía

2msk. sítrónusafi

Thats it!

Image

 Mér finnst hann alveg sérstaklega mikil snilld þegar ég er að raka á mér leggina. Eitt tip sem ég geri alltaf og skilar mér mjúkustu leggjum í heimi:

1)Byrja á að raka eina umferð með rakvélinni minni.

2)Næst nota ég skrúbbinn á leggina og þvæ hann svo af með vatni.

3)Svo raka ég aðra umferð yfir fæturna.

4)Og nota svo skrúbbinn aftur!

5)Skola hann af með vatni (getið notað sápu ef þið viljið ná olíunni af en mér finnst best að leyfa henni að vera á).

Ég skora á ykkur að prófa og ég sver að þið verðið alls ekki sviknar, virkar ótrúlega! Skrúbburinn tekur dauðu húðina á milli umferða og þannig nærðu að raka eins nálægt og hægt er.

Image

Krukkuna hef ég svo bara alltaf í sturtunni og nota hann á allann líkamann!

Hann geymist vel í þéttri krukku í sirka viku, en eftir 2 vikur getur hann farið að mygla svo ég mæli ekki með að geyma hann mikið lengur en 1 og hálfa.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: