Bloggið 1. árs: Besta uppskriftin fyrir útlitið

Þegar ég var að velja bestu uppskriftafærslurnar frá seinasta ári fann ég fljótlega að þetta eru færslurnar sem mér þykir vænst um. Mér finnst virkilega gaman að brasa heima hjá mér og búa til eitthvað sniðugt, og ykkur finnst greinilega gaman að lesa það! Það hafa ansi margir nefnt í kommentunum að uppáhalds parturinn þeirra af síðunni séu uppskriftirnar, og það fer sko sannarlega að koma tími á nýjar og ferskar í safnið! Ég fer á fullt í það eftir afmælisvikuna, en fyrst ætla ég að velja þá sem stendur upp úr frá seinasta ári. Það var erfitt að velja á milli þeirra þriggja sem mér finnst virkilega standa uppúr, en ég valdi þessa sem varð fyrir valinu því hún er tvímælalaust sú sem ég hef gert hvað oftast. Þær sem voru rétt á eftir henni voru:

Buttlift bodyskrúbburinn minn!

Subbulegur andlitsmaski fyrir ljómandi húð!

Þó að báðar uppskriftirnar hérna á undan séu algjörlega frábærar og ég mæli með að allir prófi, er þessi hér algjörlega ómissandi. Hún er nefnilega af besta bólubananum, og ég veit ekki um neitt sem virkar jafn vel á bólur, rauða bletti, eða ör eftir bólur. Um leið og ég sé að ég er að fá bólu skelli ég tafarlaust á mig þessum maska og hann virðist drepa þær í fæðingu í hvert skipti!

Færslan eins og ég birti hana upprunalega:

Uppskrift: Besti bólubaninn!

Jæja ég skellti mér í tilraunasloppinn (hlébarða-silki sloppinn minn) enn á ný og prófaði nýja uppskrift af andlitsmaska sem ég er mjög spennt að segja ykkur frá! Hver kannast ekki við að fá bólu á versta mögulega stað á versta tíma og vilja gera allt sem hægt er til að losna við hana? Besta lausnin finnst mér vera þessi ofur-maski!

Image

 Ég hef svo oft rekist á þessi tvö innihaldsefni saman í uppskrift af bóludrepandi andlitsmöskum að ég bara varð að prófa sjálf! Í maskann fer:

1 msk. Hunang

1 msk. Múskat

1 tsk. Kanill (valfrjálst)

Hrærið saman í þykkt “paste” og berið á andlitið, látið bíða í 15-20mín.

Image

 Eins og ég hef oft sagt ykkur frá áður er hunang miklu meira en snilld fyrir húðina. Það er sótthreinsandi, bólgueyðandi og stútfullt af andoxunarefnum. Múskat er líka bólgueyðandi og örvar blóðflæðið og hefur verið notað í áraraðir við exemi og öðrum húðvandamálum. Þegar við sameinum þessi tvö innihaldsefni fáum við út maska sem er algjört kraftaverk fyrir húð í uppnámi! Ef þið viljið fá enn meiri virkni í maskann er hægt að setja 1 tsk. af kanil líka, sem örvar blóðflæðið ennþá meira!

Image

 Ég mæli með að prófa maskann á smá svæði á hendinni ykkar þegar þið gerið hann í fyrsta skiptið til að vera viss um að þið þolið hann. Múskatið getur nefnilega virkað misjafnlega á húðina okkar svo það er alltaf gott að prófa fyrst á litlum stað til að vera viss. Ég notaði ekki kanil í minn maska núna því húðin mín er búin að vera frekar viðkvæm. Ég bar hann á allt andlitið í þetta skiptið en svo er snilld að nota hann sem meðferð á hverjum degi, og bera hann þá bara á vandamálasvæðið, þangað til bólurnar hverfa (sem þær munu gera eins og dögg fyrir sólu)!

Image

 Maskinn gerir líka kraftaverk fyrir ör og rauða bletti eftir bólur sem getur verið erfitt að losna við. Meðan maskinn er á finnur maður ekkert fyrir honum en svo eftir að maður tekur hann af finnur maður alveg hvað húðin vaknar og blóðflæðið örvast, svo ekki láta ykkur bregða þó hann svíði aðeins eftir á. Ég mæli svo með að liggja með hann á þar sem hann á það til að byrja að leka niður af andlitinu sem getur orðið mjög subbulegt (ég ætti að þekkja það).

xxx

4 Comments on “Bloggið 1. árs: Besta uppskriftin fyrir útlitið”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: