Bloggið 1. árs: Umtalaðsta færslan

Það var alls ekki erfitt að finna færsluna sem fellur í þennan flokk! Það er ein færsla sem ég er áberandi oftast spurð út í, og fólk hefur mikið verið að spá í. Ég er sjálf mikið búin að vera að spá í þessu og er bara ánægð að ég geti hjálpað fólki sem langar að prófa eða hefur áhuga, og sagt frá minni reynslu. Færslan sem um ræðir er semsagt Safakúrsfærslan sem ég gerði í haust. Ég talaði um að seinasta sumar að mig langaði að prófa þriggja daga safaföstu (í þessari færslu), en fannst frekar seinlegt að gera alla safana mína sjálf þar sem ég á ekki safapressu. Þegar ég flutti til Reykjavíkur í haust var ég þá ekki lengi að prófa safakúrspokana hjá Gló, og skrifaði svo um reynsluna mína á blogginu. Síðan þá er ég búin að fá ótal spurningar og greinilega margir sem hafa áhuga. Þú getur lesið allt um hvað mér fannst um safakúrinn í færslunni hér að neðan!

Hér er færslan eins og ég birti hana upprunalega:

Dagbókin: Þriggja daga safakúrinn minn

Dagbókin þennan sunnudaginn verður bara fyrir þrjá daga í seinustu viku, en mig langar svo að segja ykkur frá safakúrnum mínum sem ég tók í seinustu viku!

IMG_2587

Seinast þegar ég ætlaði að taka safakúr rak ég mig fljótlega á að það að ætla að búa til alla safana sjálf, blanda þá og sýja var alltof tímafrekt af mínu mati. Ég ákvað að kaupa mér djúsa frá Gló, og fór á hverjum morgni kl10 og sótti bréfpoka sem innihélt: 2 græna djúsa, 2 gula og 2 bleika eða fjólubláa, og svo 2 tepoka. Ég tók ódýrari djúspokann hjá þeim (3500kr dagurinn) sem að innihélt þessa 6 djúsa, svo maður átti að borða morgunmat sjálfur og pokinn sér svo um restina af deginum. Ef að þú átt safapressu og smá tíma aflögu þá er ekkert mál að gera sinn eiginn safakúr, en þar sem ég á ekki svoleiðis græju fannst mér þetta ótrúlega þægileg lausn. Það var mikið að gera hjá mér þessa þrjá daga og mér fannst ótrúlega þægilegt að þurfa ekki að hugsa um hvað ég ætlaði að borða í kaffinu eða í kvöldmat, heldur voru djúsarnir bara tilbúnir fyrir mig í pokanum. Það þarf líka að passa að djúsarnir innihaldi nóg af næringarefnum, og það er til dæmis ekki málið að kaupa sér nokkra lítra af appelsínusafa út í búð og ætla að taka safakúr á honum

IMG_2589

Markmiðið með því að taka safakúr er alls ekki að missa einhver kíló eða “fá sixpack á þrem dögum”. Aðalatriðið snýst um að gefa meltingarkerfinu þínu frí og gefa því djúsa sem er auðvelt fyrir kerfið að melta. Það eru svo margir sem heyra orðið “safakúr” og gera ráð fyrir að þarna sé á ferðinni nýr megrunarkúr, en það er alls ekki svoleiðis, og mér finnst eiginlega betra að nota orðið “safafasta”, þar sem mér finnst það vera meira lýsandi fyrir það sem safakúrinn er. Markmiðið mitt með því að taka safakúr var að gefa líkamanum mínum tækifæri til að hreinsa sig og fá í leiðinni frí til að starfa án þess að meltingarkerfið sé á fullu allann daginn við að melta matinn.

IMG_2920

Með mínum safakúr var ég að drekka Vita-Biosa, sem er mjólkursýrugerladrykkur, sem ég mun segja ykkur betur frá seinna. Eins og ég hef áður sagt ykkur er ég með ótrúlega viðkvæman maga og þarf að passa upp á að hann sé í jafnvægi, og mér finnst þessi drykkur hjálpa mikið til. Annars fékk ég mér chia graut með ávöxtum í morgunmat, og drakk svo djúsa restina af deginum.

Photo on 08-10-14 at 15.41

Mánudagur: Fyrsta daginn á safakúrnum leið mér mjög vel, og fann alveg fyrir því að líkaminn byrjaði strax að hreinsa sig. Ég þurfti að pissa á 5 mínútna fresti, enda var líkaminn nánast bara að fá vökva. Ég var ekkert svöng en seinnipartinn fann ég að ég var aðeins farin að missa einbeitingu, en þá fékk ég mér einn kaffibolla og fór í ræktina, sem hjálpaði mikið til. Til að taka detoxið á næsta stig fór ég í Foam-flex tíma í heitum sal, þar sem vöðvarnir eru rúllaðir með froðurúllum og teygt vel á. Það sem kom mér kannski mest á óvart var að ég fékk eiginlega aldrei neina svengdartilfinningu yfir daginn, enda passaði ég mig á að drekka djúsana mína með reglulegu millibili.

IMG_2662

Þriðjudagur: Á degi 2 tók ég eftir því að líkaminn var byrjaður að hreinsa sig algjörlega. Ég vaknaði til dæmis um morguninn með 1 eða 2 bólur, og ég fæ yfirleitt aldrei bólur. Þá var húðin mín bara að losa sig við öll óhreinindin sem lágu djúpt ofan í svitaholunum, og mér fannst æði að sjá að húðin mín var að hreinsa sig sjálf. Mér fannst ég hafa alveg ótrúlega mikla orku, og fann vel fyrir því að líkaminn minn var að fá öll möguleg vítamín. Grænu djúsarnir gáfu mér sérstaklega mikla orku og þó að bragðið hafi kannski ekkert endilega verið í uppáhaldi hjá mér þá fann ég virkilega fyrir því að þeir væru að gera ótrúlega gott fyrir mig. Fjólubláu/bleiku djúsarnir fannst mér langbestir og ég hlakkaði alltaf til að drekka þá!

IMG_2692

Miðvikudagur: Seinasta safakúrsdaginn minn fór ég eiginlega bara strax að finna fyrir hvað mér fannst leiðinlegt að vera ekki að fara að taka safakúr næsta dag líka, eins ótrúlega og það hljómar! Ég fann bara hvað mér var búið að líða vel í líkamanum og að kerfið mitt var að ná að núlstilla sig á alla vegu, sem mér fannst frábært. Ég tók líka eftir því seinni partinn að ég var búin að vera að horfa í spegilinn allann daginn í dag og í gær, og hugsa: hmm notaði ég einhvern nýjann maskara í morgun..eða kannski eitthvað annað meik?..eða augnskugga?, því að eitthvað var öðruvísi við andlitið á mér og mér fannst ég líta betur út. Ég fattaði svo að ég hafði ekki notað neinar nýjar snyrtivörur, heldur var ég búin að losna við vökva og bólgur sem höfðu safnast upp, örugglega í langann tíma, og leit bara almennt betur út.

Reynslan mín: Mér fannst frábært að taka 3ja daga safakúrshreinsun, og á alveg pottþétt eftir að gera það aftur, og ætla að taka 1 dag fljótlega aftur. Húðin mín fór að hreinsa sig, vöðvabólgurnar mínar minnkuðu, og mér leið almennt séð mjög vel og leit betur út. Ég var einhvernveginn léttari á mér og fann fyrir því að líkaminn minn var að fá fullt af vítamínum sem hann er kannski ekki alltaf að fá. Ég fór í ræktina alla dagana og fannst það ekkert mál, var með nóg orku í það ásamt öllu hinu sem ég gerði yfir daginn. Ef að þig langar að prófa, mæli ég algjörlega með því, en safakúr er auðvitað ekki fyrir alla! Ekki fara á safakúr ef þú ýmindar þér að það sé örugglega ömurlegt að drekka bara safa í 3 daga, þá er það sennilega ekki að fara ganga upp. Líka er mikilvægt að vera að fara á safakúrinn af réttum ástæðum, og eins og ég sagði áður, þá er þetta ekki megrunarkúr, heldur tækifæri fyrir líkamann og meltingarkerfið til að hreinsa sig algjörlega.

xxx

4 Comments on “Bloggið 1. árs: Umtalaðsta færslan”

  1. Frábært blogg -sem ég er bara nýbúin að uppgvöta – where have I been, og kann vel að meta að þú skulir setja komment á hverja færslu hvort pósturinn var kostaður eða hvort þú keyptir vörurnar sjálf eða var gefið þær! Fleiri bloggarar gætu klárlega tekið þetta til fyrirmyndar

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: