Bloggið 1.árs: Dagskrá Afmælisvikunnar

Okei áður en ég segi nokkuð annað þarf ég að fá að segja eitt orð..TAKK!

Ég vissi að ég ætti frábæra lesendur..en vá. Þið eruð svo yndisleg og ég er svo djúpt og innilega snortin! Loksins í gærkvöldi gat ég sest niður og lesið öll þessi yndislegu komment frá ykkur. Okei ég skal bara viðurkenna það..það komu alveg nokkur tár..okei mörg. Kommentin ykkar voru svooo falleg og að þið hafið allar gefið ykkur tíma til að vera með í að fagna ársafmælinu með mér, dásamlegt! Mér finnst svo ótrúlega gaman að heyra hvað margir fylgjast með blogginu reglulega og ætla að gera áfram. Án ykkar elsku lesendur væri bloggið ekki neitt, og ég er svo óendanlega þakklát fyrir að fá að skrifa fyrir ykkur. Æi þarna koma tárin aftur..nei, neinei, nú hem ég mig. Margir sögðust vona að einhver myndi gleðja mig eins og ég ætla að gleðja þá sem fá vinningana, en þið eruð sko löngu búnar að því með öllum þessu fallegu orðum!

En áður en ég svæfi ykkur með væmninni minni, ætla ég að segja ykkur hvað verður um að vera hér á blogginu í tilefni afmælisvikunnar.

IMG_7311         IMG_7922         IMG_8181

IMG_0035         IMG_0505         IMG_7562

IMG_6179         IMG_2205         IMG_0464

Það er algjörlega frábært að hafa fengið að skrifa fyrir ykkur í heilt ár, og alla afmælisvikuna ætla ég að rifja upp gamlar og góðar færslur sem standa upp úr á einhvern hátt. Á þessu ári er ég búin að skrifa 220 færslur (vá hvað ég hef mikið að segja haha!), svo það er af nógu að taka. Ég ætla þá að segja ykkur aðeins nánar frá færslunum, og hvernig þær urðu til, og að sjálfsögðu birta færsluna með!

Laugardagur: Umtalaðasta færslan

Sunnudagur: Besta uppskriftin fyrir magann

Mánudagur: Besta uppskriftin fyrir útlitið

Þriðjudagur: Uppáhalds færslan mín

Miðvikudagur: Skemmtilegasta færslan

Fimmtudagur: Vinsælasta færslan

Föstudagur (afmælisdagurinn!): Q&A Snapchat Event

Á föstudaginn ætla ég semsagt að vera með svona spurt og svarað á Snapchattinu mínu. Það virkar þannig að þú sendir mér spurningu í gegnum Snapchat, og ég svara öllum spurningunum í Story. Spurningin má vera um hvað sem er, bara öllu sem ykkur langar að vita um! Það veit enginn hver spyr, en allir fá að sjá svörin með því að opna Snapchat Story. Ég er að feta í spor annarra bloggara með þessu, en mér finnst þetta virkilega skemmtileg leið til að taka spurningar og leyfa ykkur að kynnast mér betur. Notendanafnið mitt er gydadrofn, svo ekki missa af því á föstudaginn. Fyrir þá sem munu ekki geta fylgst með mun ég setja inn færslu á laugardaginn með vel völdum spurningum og svörum.

Svo að sjálfsögðu er afmælisleikurinn í gangi alla vikuna! Ég dreg út vinningshafana á afmælisdaginn sjálfan, föstudag, og tilkynni það hér á síðunni. Þú getur tekið þátt í færslunni hér að neðan!

xxx

3 Comments on “Bloggið 1.árs: Dagskrá Afmælisvikunnar”

  1. Hlakka til að fylgjast með!! Svo spennandi 😀 😀 “the blog has come a long way” eins og þú sagðir svo skemmtilega ❤

    Like

  2. Ég hef mjög gaman að bloggunum þínum og ég veit ekki hversu oft ég hef prófað uppskriftir sem þú lætur inn haha 🙂

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: