Ég ætla að gefa: Snyrtitöskuna mína!

LEIKNUM ER LOKIÐ.

Vinningshafana má sjá HÉR

Okei ekki reyndar akkúrat þá sem er í notkun hjá mér núna..en það sem er í henni! Mínar uppáhalds snyrtivörur.

Í tilefni þess að það er 1 vika í að bloggið verði 1. árs (24. apríl), fór ég í samstarf með nokkrum af mínum uppáhalds merkjum sem ég hef oft minnst á hér á blogginu. Í samstarfi við merkin ætla ég að fara af stað með vægast sagt RISA gjafaleik, þar sem ég ætla gefa “snyrtitöskuna mína”, eða þá hluti sem ég er með í henni og finnst vera ómissandi. Hún inniheldur 18 hluti, og þetta er allra stærsti gjafaleikur sem ég hef verið með! Merkin eru:

 L’oreal, Tanya Burr, Maybelline og Real Techniques.

Allir hlutirnir eru sérvaldir af mér og ég hef notað og elskað hvern og einn einasta. Þetta er því mjög persónuleg gjöf frá mér, og til að gera hana ennþá persónulegri langar mig að afhenda hana í persónu, og bjóða upp á smá one-on-one sýnikennslu og spjall um vörurnar.

En að máli málanna..því sem ég valdi fyrir ykkur!

IMG_0119_fotor

1. Tanya Burr – Date Night: Gullfalleg löng og daðrandi augnhár frá henni Tönyu vinkonu minni.

2. L’oreal – Lumi hyljara/higlight penni: Minn uppáhalds hyljara-highlighter, virkilega léttur og fallegur og gefur dásamlegann ljóma.

3. L’oreal – Skin Perfection dagkrem: Yndislegt dagkrem í gullfallegum bleikum umbúðum!

4. L’oreal – True Match farði: Einn af mínum allra uppáhalds förðum fyrr og síðar, á hann alltaf til. Frekar léttur, með miðlungs þekju og virkilega fallegri áferð!

5. Real Techniques – Stippling brush: Geggjaður bursti frá RT sem er fullkominn til að jafna yfirborð húðarinnar eða bera á farða og fá “airbrushed” áferð.

IMG_0120_fotor

6. Real Techniques – Expert Face Brush: Burstinn sem ég segi alltaf að mér finnist Real Techniques merkið snúast um! Mjög þéttur og sá allra besti til að bera á farða að mínu mati.

7. L’oreal – So Couture maskari: Fyrsta varan sem ég bloggaði um á blogginu ever og minn allra, allra, mest uppáhalds maskari!

8. L’oreal – 7-in-1 Saviour naglanæring: Besta naglanæring/serum sem ég veit um, styrkir neglurnar virkilega mikið og nærir þær í leiðinni.

9. L’oreal – Eye&Lip Make-up Remover: Eitthvað sem ég gæti aldrei verið án! Eini augnfarðahreinsirinn sem ég þoli, og tekur allt af augunum hviss bamm búmm!

IMG_0121_fotor

10. Tanya Burr – Everyday Flutter augnhár: Mín allra mest notuðu augnhár frá Tanyu Burr, þau eru hálf og extra löng í endana og gefa svooo fallega vængi.

11. Maybelline – Dream Sun sólarpúður: Svo þægilegt þrefalt sólarpúður sem er mjög gott að skyggja með, ekki mikið glimmer og ljósu litirnir eru fallegir sem highlighter.

12. Maybelline – Color Tattoo augnskuggi í litnum 05: Gylltur, kremkenndur augnskuggi sem er virkilega fallegur og helst endalaust á.

13. Maybelline – Color Tattoo augnskuggi í litnum 35: Bronslitaður krem-augnskuggi sem er virkilega fallegur í skyggingar, sérstaklega með þessum gyllta!

14. L’oreal – Superliner Perfect Slim: Fæ aldrei nóg af því að tala um þennan eyeliner, örugglega það sem ég er oftast spurð um hvað ég nota, enda þekkt fyrir að vera með mikinn eyeliner. Bestur!

IMG_0122_fotor

15. L’oreal – Brow Artist Plumper litað augabrúnagel: Geggjað litað augabrúnagel sem inniheldur trefjar og er því gott til að greiða og fylla inn í brúnirnar.

16. L’oreal – Nude Magique BB púður: Uppáhalds “setting” púðrið mitt í litnum light. Mjög létt og liturinn er ljós, næstum litlaus, fullkomið til að festa hyljara.

17. Maybelline – Baby Lips varasalvi í litnum Peach Kiss: Þar sem ég nota ekki mikið varaliti finnst mér þessi alveg fullkominn til að fá smá lit – og næringu í leiðinni!

18. Real Techniques – Setting Brush: Virkilega þægilegur smágerður bursti sem er fullkominn til að bera púður, t.d. undir augun, eða blanda hyljara.

1. vinningur fær alla þessa hluti ásamt sýnikennslu/spjalli frá mér!

Ásamt því að gefa þennan risastóra vinning langar mig að gefa tvo minni, með því allra nauðsynlegasta, en þeir innihalda:

Expert Face Brush, So Couture maskara, augnfarðahreinsinn, Everyday Flutter augnhár, eyeliner pennann og Baby Lips varasalva. 

IMG_2416

LEIKNUM ER LOKIÐ

Það eru því vinningar í boði, og til mikils að vinna! Til að vera með þarftu að:

1. Setja “like” á gydadrofn.com á Facebook HÉR

2. Deila þessari færslu á Facebook (deilihnappur hér neðst)

3. Skilja eftir stutta afmæliskveðju í kommentum! (ekki gleyma að setja nafnið ykkar með)

Ég ætla draga út alla þrjá vinningana á afmælisdaginn sjálfann, 24. apríl!

xxx

Leikurinn er ekki kostaður og einungis voru fengnir vinningar fyrir lesendur.

2590 Comments on “Ég ætla að gefa: Snyrtitöskuna mína!”

 1. Til hamingju með 1 árs afmælið. Virikilega gaman að fylgjast með öllu sem þú gerir, en heimatilbúnu maskarnir og húðdekrið er klárlega í uppáhaldi 😀

  Like

 2. Til hamingju með 1 árs afmæli bloggsins. Ég byrjaði snemma að fylgjast með þér og margt hérna sem hefur hjálpað mér súper mikið, bæði húð, snyrtivörur og uppskriftirnar. Snapchatið er líka æðislegt. Ég elskaði myndbandið sem að þú gerðir og væri til í að sjá fleiri svoleiðis 🙂 Hlakka til að fylgjast með þér og efast ekki um að eitthvað eigi eftir að hjálpa mér 🙂
  En til hamingju með bloggið

  Like

 3. Til hamingju með fyrsta árið! Ótrúlega Fjölbreytt og skemmtilegt blogg, allt mjög áhugavert og gaman að lesa og skoða! Mér langar bara í allt í þessari tösku líka! 😀

  Like

 4. Innilega til hamingju með fyrsta árið 🙂 Skemmtilegt og fróðlegt blogg. Gangi þér vel með framhaldið.

  Like

 5. Hún á afmæl’á morgun, hún á afmæl’á morgun, hún á afmæl’á morguuuun, hún á afmæl’á morgun 😀 Innilega til hamingju með afmælis daginn á morgun 🙂

  Like

 6. Til hamingju með bloggafmælið og gleðilegt sumar! Vonandi muntu eiga gott sumar, ég væri rosa mikið til í að prufa þessar vörur 🙂

  Like

 7. Til hamingju með bloggar-afmælið 🙂 VIRKILEGA góður dagur til þess að byrja blogg.. mér finnst að ég ætti að fá þennan pakka þar sem ég verð 24 ára þann 24. og þú átt 1 árs bloggafmæli þá 😀

  Like

 8. Ynnilega til hamingju með þennan árangur ég vona óska þér góðs árangur á blogginu í framtíðinni!!!

  Like

 9. Innilega til hamingju með 1árs bloggafmælið! Ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með því og vonandi helduru sem lengst áfram!! 😁😊

  Like

 10. Mig vantar sko allt i snyrti veskið og um leyð fræðsli og innilegar hamingju óskir með afmælis daginn þinn

  Like

 11. Til hamingju með snilldarbloggið þitt á morgun! xx
  Alltaf jafn gaman að kíkja inná bloggið þitt!
  Þessi pakki er magnaður og kæmi sér að góðum notum! 🙂

  Like

 12. Myndi gefa systur minni þetta ef ég myndi vinna 🙂 En annars til hamingju með afmælið er bara nýbúin að sjá síðuna þína, hlakka til að skoða hana alla í kvöld 🙂

  Like

 13. Ég er ekki mikill blogglesari en ég varð alveg hooked þegar ég fann þitt! ég varð bara að prófa allt sem þú talaðir um/gerðir. Það sést langar leiðir hversu mikill metnaður og vinna fer í þetta og vonandi verða árin ennþá fleiri. En til hamingju með þetta æðislega og flotta blogg Gyða! þú mátt vera ótrúlega ánægð með þig!

  Like

 14. Innilega til hamingju með þetta frábæra blogg! Snilldar tips frá þér sem gera meiköppaulanum mér auðveldara með að vera sæt 😊

  Ég vona að þú haldir áfram að skrifa!

  Bestu kveðjur, Fríða

  Like

 15. Til hamingju með blogg afmælið 😀 Væri geggjað að fá þessar snilldar vörur í safnið 😛

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: