Skref-fyrir-skref: Mín fullkomna maskararútína

Þessa dagana á ég alveg virkilega erfitt með mig þar sem ég er svona eiginlega að missa mig úr spenningi fyrir komandi dögum og viku á blogginu. Það vill nefnilega þannig til að eftir rúma viku verður bloggið mitt 1. árs (jeij!), og í tilefni þess ætla ég að vera með virkilega flottan RISA gjafaleik sem ég get bara hreinlega ekki beðið eftir að segja ykkur frá!! Hann fer í gang á föstudaginn og stendur alla vikuna, og vinningarnir eru svo sannarlega ekki af verri endanum! Þið fáið að heyra allt um hann á föstudaginn, og ég veit að það verða ansi margar örugglega jafn spenntar og ég!

En að færslu dagsins!

IMG_2271_fotor_fotor

Alltaf þegar ég er spurð að því hvaða snyrtivöru ég gæti alls ekki verið án er svarið einfalt – maskari, alltaf. Mér finnst ég hálf nakin í framan ef ég er ekki með maskara, og ef ég hef lítinn tíma nýti ég hann alltaf í að setja smá maskara á mig. Ég er alveg frekar heppin með augnhár, þau eru löng og frekar uppbrett, en samt frekar þunn og fá, og eru náttúrulega frekar ljós. Eins og þið sjáið á efri myndinni sjást þau voðalega lítið án maskara en munurinn á neðri myndinni er töluverður. Ég er týpan sem elska að dunda mér við maskarann minn, og ég eyði mun meiri tíma en maður ætti að gera í að setja á mig maskara á hverjum morgni. Ég elska að hafa áberandi augnhár og mikinn maskara, og set alltaf 2-3 umferðir. Við höfum allar okkar maskararútínu, og um daginn fór ég sérstaklega að spá í minni. Ég nýti mér ýmsa tækni til að fá hámarkslengd, þykkt, og eins uppbrett augnhár og hægt er. Lengdin skiptir mig mestu máli, en ég vil ekki hafa of áberandi þykkt – frekar vel greidd í sundur. Hér ætla ég að sýna ykkur hvernig ég geri þetta nákvæmlega, og þó að það sé stundum erfitt að útskýra þá vona ég að ég nái að gera mig skiljanlega!

P.s. Ný umferð þýðir að ég dýfi burstanum mínum í formúluna og setji meira á hann.

Umferð 1.

IMG_2242_fotor

Fyrsta umferðin er eiginlega bara svona grunn-umferð, ekki beint til að gera neitt svakalegt heldur til að leggja gruninn að því hvernig maskarinn á að vera – mjög mikilvæg samt sem áður. Í fyrstu umferðinni er ég mest að greiða úr augnhárunum, og bretta þau upp með burstanum mínum. Eins og þið sjáið á fyrstu tveim myndunum, þá fer ég með burstann minn aaalveg uppvið rótina og loka augnlokunum á móti burstanum til að bretta augnhárin upp. Ég nota semsagt “vöðvana” í augnlokinu til að ýta á móti burstanum á meðan hann greiðir í gegn. Ég greiði nokkrum sinnum í gegnum hárin svo þau séu fallega greidd og aðskild, og enda svo á að setja aðeins meiri maskara á ysta hlutann af augnlokinu. Á seinustu myndinni sjáið þið hvernig maskarinn lítur út eftir fyrstu umferð – mjög náttúrulegur og varla sjáanlegur. Ég geri hitt augað áður en ég byrja á umferð 2 en bíð ekkert lengur en það.

Umferð 2.

IMG_2250_fotor

Umferð 2 er mikilvægasta umferðin! Hana nota ég til að koma allri þeirri formúlu sem ég vil hafa á augnhárunum á þau. Ég byrja á að gera nákvæmlega eins og í fyrstu umferðinni og fara þétt uppvið rótina og greiða ótrúlega vel úr þeim uppávið. Næst kemur trikkið við að fá hámarksmagn af formúlu á augnhárin, en þá fer ég með burstann minn hinumegin við augnhárarótina, fyrir ofan augnhárin. Þegar burstinn er kominn þangað ber ég formúlu á augnhárin ofanfrá, eins og maður væri að greiða þau niður í átt að kinninni, nema ég reyni að nota burstann minn þannig að hann greiði þau ekki alveg niður, heldur sný honum um leið og ég dreg hann eftir hárunum. Svolítið eins og þegar maður er að nota krullubursta í krullað hár. Ég fer líka ekki með hann alveg upp við rótina ofan frá, heldur frá svona miðjum augnhárunum og upp, og reyni að fá mesta formúlu á endana. Þegar maður gerir þetta hjúpar maður öll hárin með formúlu, og nær þannig að setja meira á hvert og eitt hár. Þau af-brettast (er það ekki orð?) alltaf aðeins þegar maður gerir þetta, en ég laga það í næstu skrefum.

IMG_2259_fotor

Næst (ennþá í umferð 2), laga ég brettuna sem kannski eyðilagðist aðeins í skrefunum á undan, með því að snúa burstanum mínum eins og ég sé að fara að stinga honum í augað á mér (reyni samt að sleppa því) og fer alveg upp að rótinni hjá hárunum og strýk þau upp. Þetta sést aðeins á fyrstu tveim myndunum, en þarna er ég ekkert að reyna að fá meira af maskara á hárin, bara að laga þau til. Þegar þau eru orðin jafn brett og áður set ég alltaf aðeins meira ofan á endana alveg yst (mynd 3), því ég vil alltaf hafa þau svolítið eins og vængi í laginu, semsagt lengst og mest á endunum. Þegar ég er orðin ánægð með magnið af formúlu tek ég tannstöngul og laga ef að það eru einhver hár föst saman. Mér finnst miklu þægilegra að nota tannstöngul heldur en til dæmis svona augnháragreiðu, því mér finnst hún taka af svo mikið af formúlunni sem ég var að enda við að setja á. Ég fer bara með tannstöngulinn á milli þeirra hára sem eru föst saman eða klesst og aðskil þau.

Umferð 3.

IMG_2266_fotor

Umferð 3 er bara svona til að fá “the final touch“, og gera allt fullkomið. Þar er ég aðallega að greiða til ef eitthvað þarf að greiða, og kannski setja aaaaðeins meira á ysta partinn og bretta hann upp (mynd 1). Semsagt bara svona til að laga og klára að gera maskarann alveg fullkominn. Þessa umferð nota ég líka til að setja maskara á neðri augnhárin, en ég er yfirleitt með mjög lítið á neðri augnhárunum. Mín neðri eru líka mjög löng og ef ég set áberandi maskara á þau verða augun á mér alltof stór eitthvað, en ég set samt aðeins með því að sikk-sakka burstanum mínum létt niður eftir þeim (mynd 2. p.s. tékkið svipinn). Næst tek ég mikilvægasta förðunartólið á mínu heimili – eyrnapinna – og nota hann til að þrífa það sem hefur farið útfyrir eða á húðina. Ég nota alltaf svona 10 eyrnapinna þegar ég mála mig, enda er ég alltaf að sulla eða gera útfyrir, svo ég gæti ekki verið án þeirra! Ég nenni aldrei að taka það sem fer útfyrir fyrr en alveg í lokin.

IMG_2272_fotor

Í endann lítur maskarinn minn svona út! Þið sjáið vel á mynd 2 hvað ég er að meina með þessum væng sem ég er alltaf svo upptekin af að gera, ég reyni að hafa mikla lengd þarna yst og greiða þau svolítið til hliðar. Þið sjáið á mynd 3 hvernig ég er búin að hjúpa augnhárin algjörlega, og á mynd 4 hversu brett þau eru. Þetta er mín fullkomna maskararútína sem ég geri á hverjum degi – og er orðin alveg ómeðvituð um. Þetta er svolítið eins og að keyra bíl þið vitið, ég geri þetta bara án þess að spá í því. Þegar ég var að byrja að setja á mig maskara hugsaði ég um öll skrefin og hvað ég gæti gert til að fá útkomuna sem ég vildi, og svo verður þetta eitthvað sem maður bara gerir. Og já ég gleymdi að segja að ég nota hægri hendi fyrir hægra auga, og vinsri hendi fyrir vinstra auga (er rétthend), en það var líka eitthvað sem ég þurfti að æfa mig í. Mér fannst bara alltaf svo pirrandi ef ég var að gera vinstra augað með hægri hendi, að þá rak ég alltaf óvart skaftið á burstanum í nefið á mér og var með svarta klessu á milli augnanna, svo ég bara æfði mig í að gera þetta með sitthvorri hendinni – var erfitt fyrst en núna ekkert mál!

Vonandi getið þið nýtt ykkur eitthvað af þessari tækni sem ég er búin að þróa með mér, en auðvitað eru allir með mismunandi augnhár og það sama virkar ekki fyrir alla. Og já ég gleymdi alveg hvaða maskara ég var að nota í sýnikennslunni en það er minn uppáhalds – So Couture frá L’oreal.

xxx

Færslan er ekki kostuð.

4 Comments on “Skref-fyrir-skref: Mín fullkomna maskararútína”

  1. Ég verð að prófa þetta, ég er frekar anal með augnhárin á mér líka en ég skil ekki að eftir að hafa verið að setja maskara á mig í 10 ár að ég sé ennþá að sulla út fyrir!

    Like

  2. Pingback: Spurningar vikunnar #2 | gyðadröfn

  3. Pingback: Ég elska: L’oreal Féline | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: