Nýtt: I Love…

Nýlega kom á markað hér á Íslandi skemmtileg ný krem- og sápuvörulína seim heitir I Love… Merkið framleiðir margar tegundir af kremum, sápum og skrúbbum, með mismunandi lyktum í afskaplega krúttlegum umbúðum. Vörurnar eru komnar í sölu í Hagkaup og eru í virkilega fallegum hringlaga stöndum. Þær eru líka á frábæru verði, en mig minnir að enginn hlutur í línunni sé yfir 1000kr! Þetta eru svona vörur sem eru akkúrat fullkomnar þegar manni vantar sniðuga vinkonu- eða frænkugjöf, eða til að gleðja heppna kærustu. Um daginn fékk ég fallegan gjafapoka með nokkrum vörum frá merkinu, og er búin að vera að prófa, og langar að segja ykkur frá!

IMG_2438

Ég veit ekki hvort ég hef sagt ykkur frá því áður en ég er með alveg ótrúlega sérstakt lyktarskyn og þoli alls ekki allar lyktir. Ég dregst alltaf að lyktum sem eru “náttúrulegar” frekar en “gervilegar”, og þá meina ég einhverjar lyktir sem maður gæti fundið í náttúrunni frekar en tilbúnar. Kókoslykt er alltaf í miklu uppáhaldi svo bodybutterið með kókoslyktinni varð strax fyrir valinu. Það er alveg virkilega góð kókoslykt af því líka, mjög sæt og djúp einhvernveginn, alltaf erfitt að reyna að lýsa lykt í orðum. Kremið sjálft er virkilega mjúkt, þykkt og nærandi, og mér finnst lyktin og áferðin æðisleg. Fullkomið eftir sturtu þegar manni langar að dekra við húðina!

IMG_2443

Þessi skrúbbur heillaði mig eitthvað svo ótrúlega mikið, enda virkilega fersk og góð berjalykt af honum. Hann er kallaður “shower smoothie” og mér finnst það lýsa honum einstaklega vel. Þetta er næstum eins og svona berja-smoothie, nema fyrir líkamann! Kornin í honum eru alls ekki gróf, mjög fín og fá, svo hann ætti að henta fyrir allar húðgerðir. Kremið eða sápan sjálf,  sem skrúbbkornin eru í, er líka mjög mjúk, og mun nær sturtukremi en geli. Ég nota hann eiginlega meira eins og sápu frekar en skrúbb, þar sem ég vil yfirleitt hafa skrúbbana mína frekar grófa, enda nota ég þá kannski bara 1-2x í viku. Þessi er meira svona til daglegra nota, og skilur húðina eftir mjög mjúka og hreina án þess að þurrka hana upp.

IMG_2445

Ég hallast alltaf miklu meira að sturtukremum en geli, því ég er með frekar þurra húð, og er alls ekki nógu dugleg að bera á mig krem eftir sturtu. Mér finnst sturtugel frekar þurrka húðina en krem, svo mér finnst frábært að nota sturtukrem og slá tvær flugur í einu höggi, hreinsa og næra húðina í leiðinni! Þetta sturtukrem er auðvitað svo bleikt og dásamlegt að ég gat ekki sleppt því. Það er með hindberjum og vanillu, sem er blanda sem kemur einstaklega vel út saman. Hindberin eru fersk og vanillan er sæt. Kremið sjálft er alveg virkilega mjúkt, freyðir vel en froðan er einhvernveginn extra mjúk, og mér finnst það næra húðina mjög vel. Þetta er klárlega mitt uppáhalds af því sem ég er búin að prófa, og ég held að það sé komið til að vera í sturtunni minni!

Fyrir þær sem vilja hafa lykt af kremum og sápum, er þetta akkúrat línan fyrir ykkur! Ég sjálf nota ilmvötn mjög lítið, en finnst gott að fá milda lykt af kremum og sápum í staðinn. Það eru til mun fleiri lyktir en ég skrifa um hér svo ég mæli með að kíkja í Hagkaup og skoða!

xxx

P.s.! Mér finnst alveg ótrúlega gaman hvað margir eru búnir að vera senda mér spurningar um allt mögulegt í gegnum Snapchat. Endilega haldið því áfram! Mér finnst fátt skemmtilegra en að svara spurningum og deila reynslunni minni með öðrum, notendanafnið mitt er gydadrofn 🙂

Þessi færsla er ekki kostuð, en vörurnar voru fengnar sem sýnishorn. Það hefur engin áhrif á álit greinarhöfundar, en alltaf er gefið einlægt og hreinskilið álit á gydadrofn.com.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: