Ég elska: Bear barnanammi

Um daginn rakst ég á nýtt nammi (sem er sennilega ætlað fyrir börn) í Hagkaup. Það er frá fyrirtækinu Bear, sem að framleiðir allskonar sniðugt og hollt nammi! Ég er alveg þekkt fyrir að borða mat sem er ætlaður börnum, enda er hann líka stundum miklu skemmtilegri og jafnvel hollari. Ég kaupi mér oft barnamat í krukkum eða pokum sem er hægt að kreista og finnst það æði!

IMG_2393

Ég hef séð tvær tegundir í Hagkaup, þessa sem heita Paws, sem eru litlir bitar sem eru fullkomnir til að narta í. Hin tegundin eru svona lengjur sem eru rúllaðar upp (eins og lakkrísrúllur) og heita Yoyo. Það eru til nokkrar bragðtegundir af báðum en mér finnst þessi bleika með jarðaberjum og eplum allra best, og svo eru jarðaberja Yoyo-in líka mjög góð.

IMG_2406

Það allra besta við nammið er að það er úr 100% hreinum ávöxtum, og engu öðru! Ávextirnir eru bakaðir og pressaðir í lítil form, og engum litarefnum, rotvarnarefnum eða sykri bætt við. Hver pakki af Paws inniheldur rétt um 50 kaloríur og hver pakki af Yoyo bara um 30 minnir mig. Þetta er næstum eins og gúmmí (nema betra, því mér finnst gúmmí ekkert spes) og mér finnst þetta alveg virkilega gott! Fullkomið til að slökkva sætindalöngunina og þegar mann langar í eitthvað svona smá að narta í. Ég er á leiðinni í prófatíð þar sem það er oft ansi freistandi að kaupa sér stórann nammipoka til að narta í á meðan maður lærir, en ég held að nammið frá Bear leysi það af hólmi..allavega að einhverju leiti!

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð og vörur eru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: