Pretty Little Things
Fallegir, litlir hlutir…hljómar kannski ekki alveg jafn vel á íslensku. Eitthvað sem ég fell alltaf fyrir (eins og ég hef sagt ykkur áður), bæði þegar kemur að fatnaði og fylgihlutum, eru fínlegir, gylltir detailar – eða smáatriði. Ég dregst alltaf að kápum og yfirhöfnum sem eru með gylltum rennilásum eða hnöppum, og sérstaklega þeim sem eru líka kvenlegar og fínlegar í sniðinu. Það er eitthvað við svona smáa gyllta hluti sem er svo ótrúlega kvenlegt og fínlegt, og passar einstaklega vel með fallegum ljósum litum, eins og ljósbleikum eða ljósbrúnum. Maður líður eitthvað svo extra fínum þegar maður er með eitthvað svona smágert og fallegt á sér..eins og algerri prinsessu!
Um daginn var ég stödd í Six eins og svo oft áður, og valdi mér alveg einstaklega fallega fíngerða gyllta fylgihluti. Ég er búin að nota þá alla endalaust mikið, enda eru þeir akkúrat minn stíll, þó mér finnist stundum gaman að vera með meira áberandi og grófa fylgihluti. Þeir eru allir úr sömu línu, og mæli með að fara að kíkja á hana, svo margt fallegt!
Hálsmen með hælaskó og perlu – 1.995kr
Hjarta armband – 1.495kr
Infinity armband – 995kr
Mini hringir (3 saman) – 1.295kr
Hversu fallegt er þetta eiginlega? Ég setti á mig uppáhalds naglalakkið mitt, Fiji frá Essie, og það passar svo fullkomlega vel við hringina og armböndin. Þetta eru svona litir hlutir sem geta gert svooo mikið fyrir heildarlúkkið, og líka bara hvernig manni líður. Manni líður oft einhvernveginn miklu fínni ef maður bætir við fallegu naglalakki, fallegum undirfötum eða öðru sem annað fólk tekur kannski ekkert endilega eftir. Ég er ekki með undirfatamynd handa ykkur í dag, en fylgihlutirnir gegna sama hlutverki svo þið fáið að sjá fallegar myndir af þeim. Ég er allavega ástfangin af þeim!
Mæli með að kíkja í Six!
xxx
Þessi færsla er ekki kostuð. Vörurnar voru fengnar sem sýnishorn, en umfjöllunin endurspeglar samt sem áður einlægt álit höfundar, eins og ávallt.