Ég mæli með: Give-A-Day

IMG_9299

Í gær var mér boðið í hádegisverðarboð á vegum Bestseller, til að kynna Give-A-Day verkefnið þeirra sem verður föstudaginn 10. apríl. Ég komst því miður ekki þar sem ég var veðurteppt á Akureyri, en fékk í staðinn aðeins að fræðast um verkefnið áðan. Ég verð að segja að þetta er eitt allra flottasta svona verkefni sem ég hef heyrt um ég hvet alla til að taka þátt!

Bestseller rekur til dæmis fataverslanirar Vila og Vero Moda, sem eru staðsettar bæði í Smáralind og Kringlunni.

Föstudaginn 10. apríl mun allur ágóði af seldum flíkum hjá þeim renna til góðgerðarmála. 100% af innkomunni!

Mér finnst þetta alveg virkilega flott og göfugt verkefni, og ég vona að sem flestir taki þátt og styrki gott málefni. Hvað er líka betra en að eignast fallegar nýjar flíkur, og gefa í leiðinni af sér til góðgerðarmála? Réttlætir kaupin alveg um helming segi ég..ég ætla alveg pottþétt að nýta tækifærið og fá mér eitthvað fallegt og gefa þar með áfram af mér. Look good – Do good!

GIVE-A-DAY_logo_black

Give-A-Day verkefnið er haldið í verslunum Bestseller út um allann heim, svo það er ótrúlega gaman að við fáum að vera með hérna á Íslandi og taka þátt í að láta gott af ykkur leiða.

10. apríl er dagurinn!

Ég verð stödd fyrir framan Vero Moda Smáralind á morgun frá 14-18, endilega komið og kíkjið á mig, og leggið þessu fallega og göfuga málefni lið í leiðinni! Það þarf alls ekki að eyða stórum upphæðum, það er ýmislegt sem er hægt að kaupa og margt smátt gerir eitt stórt. Ást!

BESTSELLER_logo_black

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: