Ég elska: Moroccanoil Volume Shampoo

Það er langt síðan ég prófaði fyrst hárvörurnar frá MoroccanOil. Fyrir löngu síðan notaði ég alltaf sjampóið og næringuna frá þeim sem hét Repair. Það sem ég elska allra mest við allt frá Moroccanoil er lyktin, fæ bara ekki leið á henni! Mér finnst alltaf mikilvægt með sjampó og hárnæringu, að skipta um merki eða tegund reglulega, því annars finnst mér eins og það hætti að virka almennilega á hárið mitt. Uppá síðkastið er ég búin að vera að nota Volume sjampóið frá Aussie, sem ég hef sagt ykkur frá (HÉR), en það var alveg að koma tími á að skipta. Þegar ég fór í klippingu um daginn og sá að það var til Volume sjampó frá Moroccanoil ákvað ég að prófa!

 IMG_2214

Sjampóið er algjör snilld og gefur mjög góða fyllingu í hárið, sem hentar fullkomlega fyrir fíngerða hárið mitt. Í fyrsta skiptið sem ég notaði það varð ég svolítið hissa, því það er dálítið spes að nota það. Ég setti það í blautt hárið, en um leið og maður byrjar svo að nudda verður það mjög stíft og erfitt að nudda því. Flest volume sjampó verða svona stíf, en þetta er alveg extra stíft! Mér hefur fundist betra að dreifa því ef ég nota fingurna og geri svona eins og ég sé að klóra í hársvörðinn, þá slæ ég líka tvær flugur í einu höggi því það er oft sagt að svona höfuðklór/nudd örvi hárvöxtinn! Ég byrja á að setja smá doppu í hárið efst á hausnum, nudda því vel þar um (bara efst við ræturnar) og skola það svo úr. Svo set ég aftur svipað mikið og nudda vel í hársræturnar um allt höfuðið. Það er alltaf auðveldara að nudda því og dreifa því í annað skiptið, því þá er það búið að taka mest af óhreinindunum. Ef ég er með mjög óhreint hár endurtek ég þetta stundum þrisvar sinnum, maður finnur alveg þegar hárið er orðið hreint á sjampóinu, það hættir að vera stíft og verður auðveldara að dreifa um.

IMG_1606

Það er góð regla að bera sjampó aldrei í endana á hárinu, heldur bara hársræturnar. Sjampó geta þurrkað og flækt hárið og flestir endar mega ekki við því. Þegar við skolum sjampóið úr rótunum rennur það niður eftir hárinu og tekur með sér óhreinindi sem gætu verið í endunum, svo það þarf í raun ekki að bera neitt sérstaklega í þá. Hárnæringu er hinsvegar best að bera í öfugt, mest í endana og minnka svo magnið upp eftir hárendunum. Þar sem ég er með mjög fíngert hár sem getur verið erfitt að ná fyllingu í, ber ég yfirleitt enga eða mjög lítið af hárnæringu alveg í ræturnar, þar sem mér finnst hún þyngja hárið. Ég set hinsvegar alltaf ríkulega af henni í endana og upp eftir hárinu, en fer að minnka magnið þegar nær dregur rótunum.

xxx

Færslan er ekki kostuð og allar vörur í henni eru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

2 Comments on “Ég elska: Moroccanoil Volume Shampoo”

  1. Prófaðu Clarifying næst og notaðu það tvisvar í röð í sturtunni 😉 Notaðu meira magn í fyrstu og svo minna næst…þú verður impressed það er svo gott!!

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: