Skref-fyrir-skref: Hvernig á að þrífa gerviaugnhár eftir notkun!

IMG_2315

Þegar maður kaupir góð og vönduð gerviaugnhár, er ekkert mál að nota þau í fleiri en eitt skipti. Til að þau haldist falleg er mikilvægt að þrífa þau vel eftir hverja notkun. Ef maður gerir það rétt verða þau nánast eins og ný og ég nota flest öll augnhárin mín í nokkur skipti áður en ég hendi þeim. Augnhárin sem ég er með til að sýna ykkur í dag eru Date Night frá Tanyu Burr. Það allra mikilvægasta er að fara mjög varlega, því augnhár eru viðkvæm og geta orðið ljót ef maður gerir það ekki. Að þrífa þau tekur enga stund og er alveg þess virði til að geta notað þau aftur!

IMG_2323_fotor

Fyrst byrja ég á að taka gamla límið af bandinu. Mér finnst best að nota bara neglurnar til að plokka það af og toga varlega í það. Það er mjög mikilvægt að halda á móti í augnhárin þar sem maður er að tosa af, svo bandið beygjist ekki eða bogni. Ég geri þetta mjög varlega þangað til ekkert lím er eftir á bandinu.

IMG_2326

Maður sér greinilega þegar límið er farið af og bandið er hreint, sérstaklega á þessum augnhárum þar sem bandið er glært. Límið sem ég notaði var límið sem fylgdi með í pakkanum og það fer mjög auðveldlega af.

IMG_2330

Næst er komið að því að hreinsa gamlan maskara af augnhárunum. Ég geri það með bómullarskífu og augnfarðahreinsi, en það er líka mjög gott að nota svona bómullarhnoðra þar sem þeir eru oft mýkri og auðveldara að strjúka af með þeim án þess að toga í (átti bara ekki svoleiðis). Mér finnst langbest að nota tvöfaldann olíuhreinsi, og ég nota alltaf minn uppáhalds sem er fyrir augu og varir frá L’oreal.

IMG_2336_fotor

Þegar ég er búin að bleyta bómul með augnfarðahreinsi set ég augnhárin mín á hreinann disk. Næst byrja ég að strjúka þau frá bandinu og í átt að endunum með bómullnum. Það er mjög mikilvægt að gera þetta líka mjög varlega. Ég held við bandið þar sem ég er að fara með bómulinn, og nudda honum aðeins í léttar sikk/sakk hreyfingar eftir hárunum til að ná öllu af. Þetta skref virkar alveg eins með bómullarhnoðra.

IMG_2341

Yfirleitt er ekkert mikill maskari á augnhárunum mínum, þar sem ég nota yfirleitt bara smá maskara til að blanda þeim við mín eigin þegar ég er með þau á mér. Það er samt alltaf einhverjar leyfar sem er mikilvægt að þrífa af ef maður vill nota þau aftur, því annars geta þau verið föst saman og myndast klessur á þeim þó maður noti aftur bara smávegis maskara næst.

IMG_2347

Þegar augnhárin eru alveg hrein greiði ég aðeins í gegnum þau með lítilli greiðu, svo þau verði alveg fín og slétt og engin flækt saman.

IMG_2350

Það er langbest að geyma notuð augnhár í pakkanum sem þau komu í, svo ég mæli alltaf með að geyma pakkann þó maður sé að nota augnhárin. Ég læt þau liggja meðfram boganum svo þau séu alveg eins og þegar ég keypti þau.

IMG_2358

Og þá eru þau tilbúin til notkunar fyrir næsta skipti!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: