Ég um mig: Short hair don’t care!

Loksins tók ég skrefið sem ég er búin að vera að íhuga lengi og ákvað að klippa slitnu endana mína og stytta hárið mitt!

IMG_1603

Ég nýtti tækifærið þegar ég kom til Akureyrar og pantaði mér tíma hjá klippikonunni minni, henni Hildi á Funky, og sagði henni að mig langaði að breyta aðeins til. Ég ákvað að fylgja núverandi tískustraumum og klippa hárið mitt í þessa millisídd sem er búin að vera svo ótrúlega áberandi núna. Það hentaði mér akkúrat mjög vel þar sem endarnir mínir voru orðnir mjög slitnir og ljótir, en heilbrigða hárið var akkúrat í þessari sídd. Núna er það miklu þykkra og heilbrigðara, og þetta var alls ekkert jafn rótæk breyting og mér fannst fyrst.

IMG_1606

Hárið er allt jafnsítt, þó það virðist kannski aðeins síðara að framan. Það var áður klippt í V-form, svo það var síðast aftaná, en styttra að framan. Svo það var langmest stytt aftan á en alls ekkert svo mikið að framan. P.s. sjáið þið brúna blettinn í auganu mínu? Sést extra vel á þessari mynd!

IMG_2172_fotor

Ég er mjög ánægð með breytinguna, og finnst hún koma mjög vel út. Það var líka algjörlega þess virði að klippa alla ljótu endana af og mér finnst eins og ég sé komin með alveg nýtt hár!

IMG_2167

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: