Gleðilega páska!

IMG_2028_fotor

Jæja þá er ég komin heim úr bústaðnum og aftur í almennilega nettengingu! Ég er aldeilis búin að njóta þess að vera í páskafríi hérna á Akureyri, en við byrjuðum daginn á árlegu páskaeggjaleitinni sem er siður hjá okkur. Eftir hana útbjuggum við dýrindis brunch, og skelltum okkur svo upp í fjall í smá jeppaferð og fórum á skíði. Lambið er á grillinu og svo ætlum við að eiga notalegt kvöld með páskaeggjunum, yndislegur dagur! Á þessu heimili eru 15 páskaegg (við erum 5…), en við fjölskyldan kunnum alls ekki að gæta hófs þegar kemur að hátíðisdögum, samanber smákökusortirnar 20 sem við mamma bökuðum um jólin. Ég er reyndar ríf meðaltalið aðeins upp með mínum 5 eggjum..haha!

IMG_2011

Já ég setti mér nefnilega markmið í ár..bara 5 páskaegg! Flestum (eðlilegum) finnst 5 páskaegg örugglega bara mjög mikið, en þeir sem þekkja mig vita að það er alls ekkert óeðlilegt. Í fyrra var ég borðandi páskaegg löngu eftir páskana, og borðaði mun fleiri páskaegg en nokkur manneskja ætti einhverntímann að gera á nokkrum vikum. Svo ég ákvað að nú væri kominn tími til að setja sér mörk, og gat sætt mig við 5. Ég veit ekki hvað það er, en ég bara elska páskaegg alveg virkilega mikið. Ég mun aldrei fallast á að súkkulaðið í þeim sé eins og ef maður kaupir sér súkkulaðiplötu, og svo er bara eitthvað öðruvísi að borða súkkulaði þegar það er þunnt og í laginu eins og egg. Ég brýt aldrei eggin mín heldur tek ég lokið úr, og borða svo útfrá því, gæti ekki gert það á neinn annann hátt. Ég á erfitt með að útskýra þetta. En..allavega! Þá tókst mér að velja mér BARA 5 egg af öllum þeim girnilegu tegundum sem eru á markaðnum. Fyrir valinu urðu Freyju Rís egg, venjulegt Nóa egg (alltaf must), hvítt Lindor egg (sem er búið að vera í draumum mínum lengi), Nóa Kropp egg og Appollo lakkrís egg. Ég er bara nokkuð ánægð með valið, og hlakka til að gæða mér á öllum þessum eggjum!

Vonandi eigið þið jafn yndislega páska og ég!

xxx

P.s. þú finnur mig undir notendanafninu gydadrofn á Instagram og Snapchat!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: