5 uppáhalds í mars!

Jæja uppáhalds tími ársins hjá mér genginn í garð, páskarnir! Eins og staðan er núna er ég stödd fyrir norðan í bústað úti í sveit, en ég er nefnilega að skrifa þessa færslu fyrirfram, þar sem ég er ekki alveg viss með nettenginguna í bústaðnum. Við fjölskyldan ætlum þó að fara heim til Akureyrar fyrir stóra daginn, páskadag, til að njóta páskaeggjanna okkar heima. Þeir sem þekkja mig vita að þetta er akkúrat minn tími, þar sem ég er einn mesti páskaeggjaelskandi sem fyrirfinnst. Trúi eiginlega ekki að ég hafi ekki gert sér færslu um páskaegg hér á blogginu..hún kemur pottþétt á næsta ári! En það er víst líka kominn tími fyrir uppáhalds seinasta mánaðar, og ekki förum við nú að sleppa þeim!

Naked Basics augnskuggapalletta

IMG_8160

Snemma í seinasta mánuði fékk ég senda heim að dyrum frá síðunnu BeautyBay.com, nýja Naked Basics pallettu sem ég hafði pantað mér. Ég var áður búin að vera að nota Naked2 Basics, sagði einmitt aðeins frá henni HÉR, og var að verða búin með ljósustu litina í henni. Þegar ég ætlaði að kaupa mér nýja fór ég að skoða, og sá að litirnir í Naked1 Basics væru jafnvel betri fyrir mig, þar sem hún er með ljósari ljósum litum og dekkri dökkum litum.

IMG_8167

Liturinn Foxy er einmitt líka í stóru Naked2 pallettunni minni, en ég var ekki lengi að klára hann þar þar sem þetta er uppáhalds liturinn minn. Hann er ljós með gulum undirtón og fullkominn yfir allt augnlokið sem grunnur. Venus og Walk Of Shame (W.O.S) nota ég svo yfir Foxy, inn í augnkróknum, og undir augabrúnina. Faint er svo fullkominn til að gera skygginguna, en hann er orðinn minn uppáhalds brúni litur í augnablikinu. Mér finnst líka kostur að hafa alveg svartan, frekar en dökkgráan eins og var í Naked2 Basics. Geðveik palletta sem ég er búin að nota daglega síðan ég fékk hana.

Essie naglalakk í litnum Blanc

IMG_1618

Hvíta lakkið frá Essie er bara alveg geggjað, en eins og ég hef áður sagt ykkur dýrka ég Fiji litinn sem ég keypti mér í Fríhöfninni um daginn. Þetta er eitt af fáum hvítum lökkum sem ég hef prófað sem þekja alveg vel, en ég er með tvær umferðir af því á nöglunum á myndinni. Það er líka extra fljótt að þorna sem mér finnst vera kostur, þar sem ég er snillingur í að klessa naglalakkið (kv. ungfrú óþolinmóð). Lakkið flagnar ekkert, og endist mjög vel, en ég skipti því reyndar nokkuð reglulega út. Þegar maður er með hvítt naglalakk getur það tekið lit af öðrum hlutum í umhverfinu og orðið “skítugt” eftir nokkra daga, svo það er kannski sniðugt að nota gott yfirlakk þegar maður er með svona ljósa liti.

Beautyblender Micro Mini

IMG_1509

Ég eignaðist nýlega litlu grænu Beautyblenderana, sem eru smærri útgáfa af hinum upprunalega bleika Beautyblender. Þessir litlu eru ætlaðir í meiri nákvæmnisvinnu en þessi stóri, t.d. undir augun, í hyljara á lítil svæði, og til að skyggja svæðin til dæmis hjá nefinu. Ég er byrjuð að nota þá næstum alveg jafn mikið og þennan stóra, en þeir eru æði þegar maður er að bera hyljara undir augun. Ég næ að gera það mun nákvæmar og fá akkúrat áferðina sem ég vil fá. Það er líka mjög þægilegt að nota oddinn á þeim ef maður þarf að bera hyljara í brúnirnar hjá nefinu, og maður nær á alla litlu staðina.

Anastasia Dip Brow Pomade í litnum Chocolate

IMG_9183

Verð að hafa Dip Brow augabrúnagelið sem ég gerði einmitt ítarlegri færslu um í fyrradag, HÉR, með á listanum. Ég fékk það í upphafi mánaðarins og er búin að nota það á hverjum degi síðan. Það er algjör snilld til að móta augabrúnirnar, og ég sýni akkúrat fyrir/eftir mynd í færslunni um það. Það lítur út eins og alvöru augabrún, og þær verða ekki of mótaðar eða of skarpar.

Palmolive Mediterreanean Moments sturtusápa

IMG_8926

Hræódýra sturtusápan sem ég fékk í Hagkaup kemst líka á listann. Ég fjallaði um hana HÉR. Hún ilmar svo ótrúlega vel, og gerir húðina mjúka, enda inniheldur hún Argan olíu ásamt öðru. Mæli með!

xxx

Allar vörurnar í þessari færslu eru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

2 Comments on “5 uppáhalds í mars!”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: