Nýtt: Apríl lína Make Up Store

Í dag er 1. apríl, sem ég man eftir í minningunni sem deginum sem ég var alltaf að reyna að plata einhvern til að hlaupa fyrsta aprílgabb. Held það hafi nú reyndar aldrei tekist hjá mér, enda er ég með eindæmum léleg í að gabba. í dag finnst mér alltaf gaman að skoða fréttirnar og reyna að finna út hvaða fréttir eru plat, og svo þýðir 1. apríl líka að það er ennþá styttra í sumarið! Í tilefni þess langar mig að sýna ykkur virkilega fallegt og sumarlegt gloss úr apríl línu Make Up Store!

IMG_8701

Um daginn fékk ég að gjöf þessa fallegu hluti úr apríl línunni hjá Make Up Store. Línan samanstendur af Microshadow augnskuggann í litnum Splash, glossið í litnum Gerbera, og eye dust í litnum Surface. Ég hef mikið verið að sjá appelsínugula augnskugga koma sterkt inn upp á síðkastið, en er þó ekki ennþá búin að leggja í að prófa. Ég rétt prófaði eye dustið um daginn, en þetta er fyrsta eye dustið sem ég prófa frá Make Up Store, og það er algjört æði, þarf klárlega að prófa fleiri!

IMG_8685

Ég varð strax ástfangin af þessu glossi, enda er það skærbleikt og liturinn er alveg furðulega sterkur miðað við gloss. Liturinn heitir eins og ég sagði áður Gerbera, en hann er seldur með apríl línunni út apríl mánuð. Pakkningin er virkilega falleg og þetta er hinn fullkomni gloss til að eiga í töskunni í sumar og vor.

IMG_1552

Þið afsakið stútinn, en það er bara nánast ómögulegt að setja ekki upp stút þegar maður er með þetta gloss, ég lofa! Eins og þið sjáið er liturinn mjög sterkur og skær, og mér finnst þekjan í honum alveg vera á við varalit. Hann endist líka mjög vel og er alls ekki klístraður, sem mér finnst vera stór kostur! Ég mæli með að kíkja á skvísurnar í Make Up Store og skoða fallegu nýju línuna þeirra!

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð. Vörurnar í henni eru fengnar sem sýnishorn, en það hefur þó engin áhrif á álit höfundar á þeim.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: