Að missa mig yfir: The Balm Mary-Lou Manizer og Bahama Mama

í gær fékk ég loksins pakka sem ég er búin að bíða eftir lengi, en ég pantaði mér tvær vörur frá The Balm á netinu fyrir svolitlu síðan.

IMG_1506

 Í millitíðinni, frá því ég pantaði og þangað til pakkinn kom, hafa sprottið upp nýjar netverslanir á Íslandi sem selja þessar vörur, svo þeir sem vilja kaupa þær núna ættu ekki að þurfa að bíða alveg jafn lengi og ég! Bæði Lineup.is og Akila.is bjóða nú upp á vörur frá The Balm, en ég fagna alltaf þegar ný merki koma inn í flóruna hér á Íslandi. Þar sem ég hef ekki ennþá keypt neitt hjá íslensku netverslunum tveim, get ég ekki dæmt til um þær, en mér sýnist þær vera svipaðar í verði. The Balm er vikrilega skemmtilegt merki sem bíður upp á flottar förðunarvörur, og ég algjörlega elska pakkningarnar! Vörurnar tvær sem ég pantaði mér heita Mary-Lou Manizer, sem er highlighter, og Bahama Mama, sem er sólarpúður eða skyggingarpúður.

IMG_1495

Ég var búin að heyra endalaust mikið af góðum hlutum um Mary-Lou Manizer, og ég bara varð að eignast þennan highlighter. Ég elska fallega highlightera enda eru þeir fullkomnir til að búa til þetta glowy lúkk sem er búið að vera áberandi í förðunarheiminum seinustu ár. Þessi er einn af þeim allra fallegustu, og ég er alveg virkilega ánægð með hann. Hann gefur virkilega fallegan ljóma, en nánast engann lit, svo það er hægt að nota hann yfir aðrar förðunarvörur. Ég nota hann ofan á kinnbeinin og undir augabrúnina, á augnbeinið. Fyrst þegar maður setur hann á sig finnst manni kannski eins og það hafi ekki komið neitt, en um leið og maður snýr höfðinu til hliðar sér maður hvað það glitrar fallega á kinnbeinin.

IMG_1501

Bahama Mama er svo sólarpúðrið, ég hafði lítið heyrt um það en féll bara fyrir því þegar ég var að skoða það á netinu. Það virtist nefnilega vera nánast alveg matt, sem er það sem ég (og margir) eru alltaf að leita að. Ég var því virkilega sátt þegar ég opnaði pakkann minn og komst að því að það er alveg matt, og þar að auki er liturinn alls ekki appelsínugulur, heldur meira út í brún-grátóna. Liturinn hentar mér mjög vel til að skyggja, ekki of dökkur og ekki of ljós. Þar sem það er bæði matt og liturinn ekki appelsínugulur hentar það mjög vel í countor skyggingar.

IMG_1546

Ég prófaði báðar vörurnar í morgun, en ég setti Bahama Mama undir kinnbeinin til að skyggja, og Mary-Lou Manizer ofan á kinnbeinin og framhjá augabrúninni sem highlight. Þær koma alveg virkilega vel út og ég veit að þessi highlighter á eftir að verða meira en mikið notaður hjá mér. Áferðin á honum var alveg dásamleg í sólinni í morgun, en þar sást extra vel hvað hann glitrar fallega. Klárlega must-have!

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð og vörurnar í henni eru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

5 Comments on “Að missa mig yfir: The Balm Mary-Lou Manizer og Bahama Mama”

  1. Ég elska Mary-Lou Manizer, búin að eiga hann í c.a. 2-3 vikur og þetta er orðið algjört möst í snyrtibúddunni 😉

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: