Ég elska: Anastasia Dip Brow Pomade

IMG_8151

Frekar nýlega keypti ég mér vöru sem mig er búið að langa í endalaust lengi, en það er augabrúnagel frá merkinu Anastasia Beverly Hills. Ef þið fylgjist með einhverjum bloggum eða youtuberum hafið þið örugglega heyrt minnst á þessa vöru 100x, allir virðast vera að nota og elska hana! Gelið er kremkennt og vatnshelt, og hentar fullkomlega til að fylla inní og móta brúnir.  Það smitar ekki frá sér og að það sé vatnshelt er einn stærsti kosturinn. Það er svo oft með svona augabrúnaliti að þeir geta farið að leka ef maður svitnar eða lendir í rigningu, og það er ekkert verra að vera búin að móta augabrúninrnar alveg með einhverri vöru og sjá þær svo leka niður andlitið eftir erfiðan hálftíma á hlaupabrettinu. Ég tók litinn Chocolate, en hann er svona dökk-súkkulaðibrúnn og hentar mér rosalega vel. Það getur verið erfitt að velja réttan lit í gegnum netverslun en það virðist hafa heppnast ágætlega hjá mér.

IMG_1398

Ég er búin að prófa nokkrar týpur af burstum, og mér finnst þægilegast að nota bursta sem er mjög lítill svo ég geti unnið nákvæmlega með gelið. Ég nota alltaf litla skáskorna burstann úr Nic’s Pick’s frá Real Techniques, en það er hægt að nota hvaða litla flat- eða skáskorna bursta sem er.

IMG_9183

Stærstu mistökin sem ég gerði í fyrstu skiptin með gelinu, var að setja of mikið á burstann. Ég komst fljótlega að því að a little goes a long way” með þessa vöru, og það borgar sig að byrja með lítið í burstanum og bæta frekar í. Afþví það er vatnshelt getur verið erfitt að ætla að taka of mikið magn innan úr brúnunum, og yfirleitt hefur það endað á því að ég byrji alveg upp á nýtt, en smám saman hef ég lært hvað ég þarf mikið magn í burstann minn. Ég byrja á að gera línu fyrir neðan brúnina til að móta hana, og fylli svo smám saman inn í hana neðan frá.

IMG_1420_fotor_fotor

Hér sjáið þið muninn á augabrúninni minni með og án Dip Brow. Eins og ég hef áður sagt ykkur er ég með mjög leiðinlegar og þunnar augabrúnir, og ef ég lita þær ekki þá sjást þær varla neitt fremst. Þær eru alveg ólitaðar hér, og frekar langt síðan ég vaxaði þær, þar sem ég er alltaf að skipta um skoðun hvort ég vilji hafa þær vel mótaðar eða frjálslega vaxnar (er semsagt núna á skoðuninni frjálslega vaxnar). Eins og þið sjáið nota ég gelið til að móta augabrúnina mína algjörlega og fylla inní hana þar sem ég þarf. Ég algjörlega elska þessa vöru og finnst æði að geta hlaupið áhyggjulaus í ræktinni án þess að hafa áhyggjur af því að augabrúnirnar mínar séu að leka!

Anastasia Dip Brow fæst t.d. á Nola.is, HÉR og HÉR.

xxx

Þessi færsla er á engann hátt kostuð og allar vörur í henni eru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

8 Comments on “Ég elska: Anastasia Dip Brow Pomade”

 1. Ómægúddness! Þetta er greinilega eitthvað sem ég verð að eignast. Ég er nefnilega einmitt með svona augabrúnir líka, mjög fíngerð og fá hár og ef ég er ekki nýbúin í litun þá eru þær bara alveg glærar. En mér finnst þær svo náttúrulegar og flottar hjá þér með þessu geli 🙂 Verð að testa þetta!

  Like

  • já þetta er sko algjör snilld! getur nefnilega verið erfitt að finna eitthvað sem mótar svona augabrúnir nægilega vel án þess það verði gervilegt, en þetta er algjör snilld 🙂

   Like

 2. Pingback: 5 uppáhalds í mars! | gyðadröfn

 3. Pingback: My Eyebrow Routine | Tanja Ýr Ástþórsdóttir

 4. Var að kaupa mér þetta – spennt að prufa ! Hvaða bursta notar þú/mæliru með í gelið ?
  bkv. Anna Margrét

  Like

  • Æði! Verður gaman fyrir þig að prófa 🙂
   En ég nota bursta frá Real Techniques sem er mjög lítill og skáskorinn, en hann er úr silfurlitaða Nick’s Pic’s settinu sem kom fyrir jól. Það er því miður uppselt, en í sumar kemur Bold Metals línan frá Real Techniques til landsins og þar er mjög svipaður, nánast eins bursti 🙂 Þetta er eini burstinn sem ég nota, en ef þú nennir ekki að bíða eftir þessu sem kemur í sumar, þá hef ég heyrt góða hluti af Sigma burstunum, þessi er t.d. örugglega tilvalinn: http://www.fotia.is/products/e75-angled-brow , en ég hef ekki prófað akkúrat þennan sjálf.

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: