Ég elska: Elizabeth Arden Honey Drops Bodylotion

IMG_1373

Þetta krem er auðvitað bara dásemdin ein! Það er búið að vera á markaðnum lengi og örugglega mjög margir sem kannast við það. Ég var búin að ætla að kaupa mér það endalaust lengi, en hafði aldrei látið verða af því fyrr en núna. Ég er búin að prófa prufuna af því í búðunum örugglega svona 20x, og alltaf elskað áferðina og lyktina, svo það var kominn tími á að taka eitt stykki með heim. Eins og ég hef áður sagt ykkur finnst mér virkilega leiðinlegt að bera á mig líkamskrem og sleppi því yfirleitt, en fyrir ákveðnar vörur (og þegar ég nauðsynlega þarf) geri ég þó undantekningu. Það er nefnilega alveg dásamlegt að smyrja því á sig, þegar hunangsdroparnir springa á húðinni og næra hana svo ótrúlega vel..og aftur, lyktin!

IMG_9112

Kremið er þykkt og manni finnst algjör lúxus að setja það á sig. Það er mjög nærandi, og inniheldur þar að auki grænt te, sem róar og sefar þurra húð. Litlu gylltu kúlurnar eru hungangsdropar sem springa þegar kremið er borið á. Eins og þið kannski vitið elska ég hunang fyrir húðina, en það hjálpar til við að læsa rakann djúpt ofan í húðinni. Mæli svo sannarlega með að næla sér í þetta krem ef þið eruð ekki nú þegar búnar að því, en það fæst t.d. í Hagkaup.

P.s! Ég opnaði snapchat í gær svo nú geta allir sent mér þar 🙂 @gydadrofn

xxx

Þessi færsla er á engann hátt kostuð og allar vörur í henni eru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

1 Comments on “Ég elska: Elizabeth Arden Honey Drops Bodylotion”

  1. Pingback: Ég mæli með: Þessum vörum á Tax Free dögum | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: