Ég elska: Double Pearl eyrnalokka

IMG_9021_fotor

Eitt allra flottasta eyrnalokkatrend sem ég hef séð lengi, eru double-pearl eyrnalokkkarnir sem hafa verið það allra vinsælasta seinustu misseri. Ótal Hollywood stjörnur hafa sést með svona eyrnalokka og mér finnst það alls ekki skrítið, enda fáranlega fallegir! Ég keypti mér fyrst eina svona í svipuðum stíl fyrir jólin, sem ég sagði frá HÉR, en um daginn kynntist ég svo nýrri netverslun sem er að selja svona lokka!

IMG_9075

Netverslunin er á Facebook og heitir Black&Beisik. Hún selur bæði svona tvöfalda lokka með perlu, og líka með steinum eins og þessi hérna við hliðiná, sem eru einmitt eins og ég fékk mér fyrir jólin. Mér finnst báðar týpurnar alveg virkilega fallegar, en perlulokkarnir eru kannski aðeins meira ef maður er að fara eitthvað fínt og vill vera fágaður (orðið hljómar ekki vel en þið vitið hvað ég meina..Audrey Hepburn og Tiffanys eitthvað), og hinir kannski meira fyrir djammið eða þegar manni langar að vera með aðeins meira áberandi og glitrandi skart.

IMG_9033

Er ég ekki annars fáguð? Haha!

IMG_9069_fotor

Þessir með steinunum eru alveg ótrúlega kúl og glitra alveg ótrúlega fallega í dagsbirtu. Báðar týpurnar kosta 1.990kr. Litla kúlan er með pinnanum föstum á, og stóra kúlan festist svo aftan á. Það er mjög þægilegt að vera með lokkana, og þeir eru alls ekki þungir.

c1b04ef8b3b80f7dc07700badf4e77b4_fotor

Ekki amalegt að slást í hóp með stjörnum eins og Cöru Delvigne, Emmu Watson og Rihönnu og fá sér svona lokka!

Black&Beisik HÉR.

xxx

Vörurnar í þessari færslu eru fengnar sem sýnishorn, en það hefur þó engin áhrif á álit höfundar á vörunni. Alltaf er gefið hreinskilið álit á gydadrofn.com.

1 Comments on “Ég elska: Double Pearl eyrnalokka”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: