Ég elska: Mediterranean Moments sturtusápuna mína

Um daginn var ég á leið í Hagkaup að kaupa uppáhalds handsápuna mína, sem er froðusápa frá Palmolive með hindberjalykt, þegar ég tók eftir þessari sturtusápu í sömu hillu. Arna vinkona mín kom mér upp á þessa handsápu, hún er algjörlega frábær og ilmar bæði vel og gerir hendurnar mjúkar. En aftur að sturtusápunni!

IMG_8926

Hún er semsagt líka frá Palmolive, en það eru til tvær mismunandi tegundir í þessari línu, Mediterrenean Moments. Hin tegundin var með minnir mig jarðaberja er hindberjalykt, en mér fannst þessi betri. Ég veit eiginlega ekki alveg hvað lyktin af henni heitir en það er mynd af blómi sem ég held að sé jasmín, og svo inniheldur hún möndluextraxt, og ég finn svona möndlukeim af henni allavega. Lyktin er allavega virkilega góð! Þetta er í raun sturtukrem, en ekki gel eða svoleiðis, og inniheldur argan olíu, sem gerir húðina silkimjúka. Kremið freyðir aðeins og hreinsar vel, en mér finnst lyktin vera aðalatriðið! Sturtusápur eru eitthvað sem ég finn ekkert endilega eitthvað mikinn mun á hvað ég kaupi, en mér finnst oft betra að kaupa svona kremkenndar sápur en gel. Ég man ekki nákvæmlega hvað þessi kostaði, en hún var að minnsta kosti alls ekki dýr og kemur í mjög stórri flösku, svo ég mun örugglega eiga hana lengi. Fínasta sturtusápa til að grípa í næstu Hagkaupsferð!

xxx

Þessi færsla er á engann hátt kostuð og allar vörur í henni keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

2 Comments on “Ég elska: Mediterranean Moments sturtusápuna mína”

  1. Pingback: 5 uppáhalds í mars! | gyðadröfn

  2. Pingback: 5 uppáhalds í mars! | Gyða Dröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: