Ræktin: 5 lög fyrir hlaupabrettið

Eins og ég hef sagt ykkur er ég svolítið búin að vera að æfa mig að hlaupa í ræktinni uppá síðkastið. Mig langar að koma mér í betra hlaupaform, og finnst gaman að vinna að því núna svona fyrir sumarið. Það væri nefnilega gaman að geta hlaupið einhverjar vegalengdir úti í sumar í góða veðrinu (sem ég er viss um að er alveg að koma!). Þegar ég er í ræktinni að lyfta eða gera venjulegar æfingar er ég yfirleitt með eitthvað nýtt og ferskt í eyrunum að hlusta á, en þegar ég hleyp hlusta ég á aðeins öðruvísi tónlist. Þá finnst mér must að hafa eitthvað gamalt og gott sem peppar mig áfram og ég get sungið með. Svo ef þið rekist á mig á hlaupabrettinu í ræktinni..þá er ég ekki að tala við sjálfa mig, bara syngja með laginu. En hér eru 5 lög sem ég er með á hlaupaplaylistanum mínum!

#1 Destiny’s Child – Survivor

Klárlega mest spilaða lagið þegar ég er að hlaupa. Alltaf þegar ég er aaaalveg að gefast upp, skelli ég Survivor á og það er eins og eitthvað ótrúlegt gerist, og ég fer að trúa því sem þær segja og halda að ég sé the survivor sem þær eru að tala um. Frekar dramatísk en virkar alltaf!

#2 Chris Brown – Dreamer

Þetta er líka svona lag sem bjargar mér þegar ég er alveg að gefast upp. Þetta lag var samið fyrir einhverja ólympíuleika og var held ég notað sem pepp lag fyrir bandaríska ólympíuliðið. Ef það virkar fyrir bandaríska ólympíuliðið..þá virkar það fyrir mig. Algjörlega lagið sem ég set á þegar ég held ég sé alveg búin á því en langar að klára seinustu metrana.

#3 Demi Lovato – Neon Lights

Lagið sem ég byrja oftast á og kemur mér í gírinn fyrir það sem framundan er. Takturinn er ótrúlega þægilegur að hlaupa við, og það einhvernveginn stigmagnast þannig að maður fer að hlaupa hraðar.

#4 Macklemore & Ryan Lewis – Can’t Hold Us

Eitt þægilegasta lag að hlaupa við sem ég veit. Takturinn er bara akkúrat fullkominn og ég stend mig alltaf að því að breyta um hlaupatakt til að passa við lagið þegar það kemur á.

#5 Kelly Clarkson – My Life Would Suck Without You

Þetta er svona lag sem ég á ótrúlega skemmtilegar minningar við, svo þegar ég hlusta á þetta lag fer ég að hugsa um þær og gleymi því hvað ég er þreytt á hlaupabrettinu. En ég set það samt líka hér fyrir aðra því það er líka alveg virkilega þægilegur hlaupataktur í því, og svo er alltaf gaman að hlusta á eitt gamalt með Kelly Clarkson. Mæli með að hafa eitt svona minningalag á öllum hlaupaplaylistum!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: