Uppskrift: Hindberja-rjómaosta krem

Stundum, þá er eins og ég búi í helli einhverstaðar þar sem fæ bara þær fréttir sem ég vil heyra. Ég er kannski með öll nýjustu snyrtivörutrendin á hreinu, en svo er annað sem fer algjörleg fram hjá mér, eins og að það hafi verið sólmyrkvi í dag! Ég var nefnilega á leiðinni að fara að mynda fallegu bleiku bollakökuna mína í morgun, en skildi ekkert í hvað það væri nú lítil dagsbirta og alveg ómögulegt að mynda. Við nánari athugun kom auðvitað í ljós að það var auðvitað sólmyrkvi sem allir eru búnir að vera að tala um seinustu daga..ég rétt náði samt að hlaupa út þegar hann var í hámarki og sjá þetta merkilega fyrirbæri. En aftur að bollakökunum (sem mér tókst að mynda klukkutíma seinna).

IMG_8609

Þeir sem eru að fylgjast með mér á Snapchat (@gydadrofn) tóku örugglega eftir því að ég stóð aldeilis í bakstri í seinustu viku. Ég skellti í eins og sirka 100 stykki af súkkulaðimuffins, til að fara með í skólann daginn eftir. Mig langaði að gera eitthvað nýtt og öðruvísi krem, og var búin að vera mikið að hugsa um hindber seinustu daga, svo þau urðu fyrir valinu. Þar að auki vissi ég að kremið myndi verða bleikt sem er auðvitað alltaf kostur! Þeir sem smökkuðu möffinsin voru margir að spurja mig um uppskriftina að kreminu, svo ég ákvað bara að setja hana hér og deila henni með fleirum! Ég er búin að helminga uppskriftina fyrir ykkur, þar sem mín dugaði alveg á 100stk. Hún ætti semsagt að duga fyrir 50stk af bollakökum með þunnu lagi af kremi, en örugglega svona 25-30stk ef þið setjið jafn mikið krem og ég set á myndinni (sem var mjög gott), og svo er þetta örugglega fullkomið magn af kremi á tvöfalda köku. Það er ekkert mál að helminga uppskriftina aftur ef þið eruð að gera minni uppskrift af köku eða bollaköku.

IMG_8606

Bleikt Hindberjakrem (á tvöfalda köku eða 30stk af bollakökum)

200gr Rjómaostur

125gr Smjör (við stofuhita)

3-4 bollar flórsykur

100gr hindber

1tsk vanilludropar

Ef þið notið frosin hindber, byrjið á að láta þau þiðna í skál, og sigtið svo mesta vökvann frá. Þeytið næst saman smjör og rjómaost með handþeytara eða í hrærivél, í nokkrar mínútur. Bætið þá við flórsykri í skömmtum, gott að setja einn og einn bolla í einu, og hrærið alltaf vel á milli. Bætið svo vanillunni og hindberjunum út í, og þeytið vel. Ég notaði fyrst 3 bolla af flórsykri, og bætti svo við einum eftir að ég hafði bætt hindberjunum út í. Það má alveg nota meira af flórsykri ef þið viljið þykkara krem, um að gera að prófa sig bara áfram.

IMG_8614

Þegar ég gerði bollakökurnar fyrst notaði ég bara tilbúið mix frá henni Betty vinkonu minni, þar sem ég nennti ekki að búa til deig fyrir svona margar kökur. Ég átti hinsvegar góðann afgang af kreminu (æj æj..), svo ég gerði aðra uppskrift af súkkulaðibollakökum daginn eftir. Þá notaði ég uppskrift frá Evu Laufey, hana mér finna HÉR. Sú uppskrift er algjörlega dásamleg, og með betri súkkulaðibollakökum sem ég hef smakkað. Kremið er nefnilega alveg fullkomið með einhverju súkkulaði, og þetta var alveg fullkomið combo!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: