Að missa mig yfir: Nýju línunni í Six

í fyrradag átti ég leið í Kringluna og leit við í uppáhalds fylgihlutabúðinni minni, Six. Ég elska að kíkja til þeirra og fá mér fallega fylgihluti, líka þar sem þeir eru á svo ótrúlega góðu verði! Þau voru akkúrat að taka upp nýja gullfallega línu, og ég var ekki lengi að falla fyrir henni og taka með mér heim nokkra fallega hluti! Línan er með gylltum og pastelgrænum tónum, geómetrískum formum og arrowhead detailum sem koma virkilega vel út saman.

IMG_8429

Six – Armcuff- 1.695kr

IMG_8489

Six – Arrowhead Hálsmen – 2.495kr

IMG_8492

Six – Sett af 8 midi/venjulegum hringum – 2.995kr

IMG_8498

Ég algjörlega dýrka þennann fallega pastel græna lit, en ég átti akkúrat naglalakk í stíl, sem er nr. 602 og er frá L’oreal. Það er svo ótrúlega mikið um það núna að vera með marga og mismunandi hringi, og blanda saman venjulegum og hinum svokölluðu midi hringjum, sem eru þeir sem fara efst á fingurna. Hringir eins og þessir eiga bara eftir að verða heitari og ég er alveg að elska þetta trend!

IMG_8581

Hálsmenið var eitthvað sem ég féll strax fyrir, en ég er akkúrat búin að vera skoða myndir af svona arrowhead fylgihlutum á Pinterest, og finnst koma virkilega vel út að blanda því við pastelgræna litinn og geometrísku formin í armbandinu. Það er hægt að beygja það til og gera það eins og maður vill, svo maður getur haft það vítt eða þröngt eða hvernig sem er.

IMG_8540

IMG_8557

Vero Moda – Tube Top – 1.995kr

Bolurinn sem ég er í er úr Vero Moda og fæst hjá þeim núna. Hann er fullkominn ef mann langar að vera með fallegt skart og leyfa því að njóta sín. Hálsmenið kemur virkilega vel út við bol eins og þennann! Ég mæli með að fylgjast með Six á Facebook  en þar er hægt að fylgjast með hvað er að koma nýtt inn til þeirra.

xxx

Sumar vörurnar í færslunni fékk ég sem sýnishorn til að mynda og sýna lesendum. Þær eru þó valdar af mér og endurspegla minn persónulega stíl, og alltaf er gefið hreinskilið álit á gydadrofn.com.

1 Comments on “Að missa mig yfir: Nýju línunni í Six”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: