New In: Nike Free Flyknit 4.0

IMG_8326

Eins og ég sagði ykkur um daginn er ég búin að vera að leita mér að hinum fullkomnu strigaskóm í nokkrar vikur, og búin að máta endalaust margar týpur. Mig langaði í skó sem ég get bæði notað þegar ég er að hlaupa í ræktinni, og líka bara þegar mig langar að vera í þægilegum skóm dagsdaglega. Þeir eru loksins fundnir! Fyrir valinu urðu Nike Free Flyknit 4.0 í svörtu, og ég gæti ekki verið ánægðari með þá.

IMG_8313

IMG_8310

IMG_8305

Flyknit skórnir voru valdir hlaupaskór ársins í fyrra, svo þeir henta mjög vel í léttari hlaup. Þeir eru að vísu ekki með stuðning við ökklann en gefa góð en gefa fætinum góða dempun við högginu sem kemur þegar maður er að hlaupa. Ég er búin að vera að hlaupa mikið seinustu vikur í ræktinni, en ég er ekki að hlaupa neitt rosalega langt og lengi (ennþá allavega) svo þessir henta mér fullkomlega. Það sem mér finnst allra best við skónna er hvað þeir eru léttir, og yfirbyggingin er úr teygjanlegum þráðum, svo tilfinningin að vera í þeim er alveg eins og að vera í sokk (með botni).

IMG_8302

Nike Free Flyknit – nikeverslun.is – 25.606kr

Ég fékk mína skó hjá nikeverslun.is, en ég fór í búðina þeirra að Lynghálsi til að máta og skoða. Það er til fullt af fallegum skóm hjá þeim en ég er alveg ástfangin af mínum, og er varla búin að fara úr þeim síðan ég fékk þá!

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt og allar vörur sem koma fram í henni eru keyptar af greinarhöfundi.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: