Heima: Current Make-up Setup

IMG_8253

Eins og ég sagði ykkur frá í byrjun janúar ætlaði ég að taka snyrtiaðstöðuna mína alveg í gegn og..já..það er semsagt ennþá í gangi. Þetta er að taka aðeins lengri tíma en ég ætlaði mér, en ég held að vandamál #1 sé að ég vill hafa allt fullkomið og það er stundum erfitt að finna nákvæmlega það sem ég vil hafa. Ég er til dæmis búin að vera að leita mér að hinum fullkomna make up cube, svona glærri snyrtivöruhirslu endalaust lengi, en ekki ennþá fundið einhverja sem mér finnst fullkomin og hægt er að panta hingað til Íslands. Í seinustu viku rakst ég svo á glærar hirslur í Söstrene Grene, og þó þær séu ekki nákvæmlega eins og ég vill hafa þær, eru þær fínar til að redda mér tímabundið! Þær kostuðu eitthvað fáránlega lítið, svo mér fannst tilvalið að sýna ykkur hvernig er hægt að nota þær, og sýna ykkur í leiðinni þær snyrtivörur sem ég er að nota mest þessa dagana.

IMG_8222

Ég keypti mér lokuð box í þrem stærðum, eitt stórt þar sem ég geymi farðana og hyljarana, eitt minna til að setja ofan á, og svo eitt ferkantað sem ég er með ofan í því. Þó að hirslurnar séu mjög fínar er eini gallinn að þær eru ekki með skúffum, svo ég þarf alltaf að taka þetta sem er ofaná af þegar ég ætla að taka eitthvað úr neðsta boxinu. Ég tók lokið af efstu boxunum, til að geta haft maskarana og eyelinerinn standandi upp úr. Það sem ég er með í hirslunni er það sem er mest notað þessa dagana, en mér finnst þægilegra að hafa það uppi á borðinu svo ég þurfi ekki alltaf að fara í skúffurnar að sækja það. Ég er alltaf að skipta út vörum sem ég nota mest, þó að sumar séu auðvitað alltaf í uppáhaldi.

IMG_8266

Efsta boxið lítur svona út án loksins, og með litla boxinu ofan í. Í litla boxinu geymi ég maskara og eyeliner, Grandiose frá Lancome, Babydoll frá YSL, So Couture frá L’oreal og svo uppáhald #1, Superliner Perfect Slim eyeliner pennann frá L’oreal. Í restinni af boxinu er Naked 1 Basics augnskuggapallettan, primer spreyið frá Smashbox, Beautyblenderinn minn og Dip Brow gelið frá Anastasia.

IMG_8237

Á milli boxanna tveggja er ég með Anastasia Countor Kit sem ég er nýbyrjuð að nota. Ég á reyndar eftir að kaupa mér fleiri liti í það, og ætla að segja ykkur betur frá því þegar ég er búin að gera það. Svo eru farðarnir sem ég gríp oftast í, True Match frá L’oreal, Fusion Ink Foundation frá YSL og Face and Body frá Mac. Uppáhalds hyljararnir mínir eru þarna líka, Lumi frá L’oreal, Age Rewind frá Maybelline og Select Cover Up frá Mac.

IMG_8274

Þegar boxið er lokað og undir hinu raðast farðarnir og hyljararnir svona í boxið. Þeir smellpassa akkúrat og það er eins og það hafi verið sniðið fyrir akkúrat þessar vörur!

IMG_8279

Í sömu ferð í Söstrene Grene nældi ég mér í tvo fallega vasa til að hafa á snyrtiborðinu mínu. Þessi bleiki er frá Bloomingville en ég keypti hann út í Noregi, og hann kostaði alveg sitt. Ég var því ótrúlega ánægð að sjá hina tvo í Söstrene í nákvæmlega sama stíl, og fyrir aðeins brot af því sem hinn kostaði! Þeir eru fullkomnir undir bómull og eyrnapinna, og það voru til nokkrar fleiri týpur með öðruvísi munstrum.

IMG_8291

Ég keypti mér svo líka eitt auka lítið glært box með loki til þess að geyma hárteygjurnar mínar í, en þetta er eins box og það sem ég nota undir maskarana, nema bara með lokinu hér. Mig minnir að þetta minnsta glæra box hafi kostað eitthvað um 300kr, miðstærðin eitthvað um 500kr, og stærsta um 700kr. Ég mæli með að kíkja í Söstrene Grene því þau eiga til allskonar svona sniðugt!

IMG_8255

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt og langflestar vörur sem fram koma í henni hafa verið keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

2 Comments on “Heima: Current Make-up Setup”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: