Uppskrift: Weetabix kjúklinganaggar

Ein af mínum uppáhalds uppskriftum sem ég á í safninu mínu, er þessi af Weetabix kjúklinganöggunum sem ég þróaði einhverntímann þegar ég var að fara að keppa í módelfitness. Þá borðaði ég ansi mikið af kjúkling, og maður verður fljótt leiður á venjulegum bragðlausum bringum. Sem betur fer eru ótal leiðir til að elda kjúkling og halda honum í hollari kantinum, og ég gerði þessa dásamlegu kjúklinganagga ansi oft. Ég nota enga olíu í uppskriftina en þeir eru samt alveg 100x betri en djúpsteiktir naggar úr sjoppu, virkilega bragðgóðir og einfaldir!

IMG_4447

Þú þarft:

Kjúklingabringu

Eggjahvítu

Weetabix (sirka 1-1 og 1/2 kubb á hverja bringu)

Krydd eftir smekk

Hitið ofninn í 190° á undir og yfir hita. Byrjið á að skera kjúklingabringuna í frekar stóra bita, á stærð við venjulega kjúklinganagga. Setjið næst eggjahvítu í eina skál, og myljið weetabixið í aðra skál. Blandið næst kryddunum sem þið völduð við mulda weetabixið. Mér finnst gott að nota t.d. salt og pipar, steinselju, basilíku eða taco kryddblöndu, en það má velja hvað sem er! Takið næst einn bita af kjúklingabringu og dýfið henni ofan í eggjahvítuna, og sleppið svo ofan í skálina með weetabixinu, og veltið bitanum þar um þar til hann er hjúpaður. Setjið svo naggana á álpappírsklædda ofngrind, og bakið í 10-12 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

IMG_4449

Mér finnst best að mylja weetabixið ekki alveg í frumeindir, heldur hafa það frekar gróft mulið, þá verða naggarnir ennþá meira crunchy. Það er ekki nauðsynlegt að nota eggjahvítu í þessa uppskrift, en mér finnst weetabixið festast betur á kjúklingum þannig. Passið bara að hafa bil á milli nagganna á plötunni, svo þeir verði krispí og góðir, weetabixið verður ekki eins stökkt ef þeir liggja saman. Prófið ykkur endilega áfram með kryddið, ég nota yfirleitt aldrei sömu blöndu þegar ég geri þessa uppskrift, heldur set bara eitthvað sem ég á til og langar í þann daginn.

IMG_4454

Það er virkilega gott að bera naggana fram með sætum kartöflum, eða bara salati eins og ég geri hér. Það er líka mjög gott að búa til létta sósu, t.d. úr grískri jógúrt og hunangi til að dýfa þeim ofan í. Njótið vel!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: