Ég elska: Micellar hreinsivatnið frá Garnier

Okei svo ég hef áður sagt ykkur frá micellar hreinsivatninu sem ég hef verið að nota síðan í sumar frá L’oreal, HÉR og HÉR. Micellar hreinsivötn eru sérstök að því leiti að það er hægt að nota þau bæði á augun til að taka af augnfarða, og á húðina til að hreinsa andlitsfarða, og það þarf ekki að hreinsa þau af. Ótrúlega þægilegt þegar maður vill geta notað eina vöru til að hreinsa allt! Um daginn var L’oreal vatnið mitt akkúrat búið þegar ég átti leið í Krónuna, og rakst á þetta hreinsivatn frá Garnier. Ég nota fullt af vörum frá Garnier sem mér finnst bæði mjög góðar og á frábæru verði, en hafði ekki prófað micellar vatnið þar sem ég var svo ánægð með það sem ég var að nota frá L’oreal. En þar sem það var búið ákvað ég að slá til og prófa Garnier vatnið!

IMG_8104

Hreinsivatnið er í bleikum umbúðum, alveg eins og þetta sem ég var að nota frá L’oreal. Það sem náði mér strax var verðið! Þessi stóra flaska sem inniheldur 400ml, eða 200 skipti, kostaði bara rétt rúmar 1000kr! Það er sagt fyrir viðkvæma húð svo það ætti að henta fyrir alla bæði á augu og andlit. Ég nota vatnið á morgnanna, til að fríska húðina við, þar sem ég er með aðeins lengri húðumhirðurútínu á kvöldin. Micellar agnirnar í vatninu virka eins og segull á óhreinindi og farða, og skilja húðina eftir frísklega og alveg hreina, og gefur líka raka í leiðinni. Það er ilmefnalaust og róar líka pirraða og þreytta húð. Ég er búin að nota það nokkrum sinnum núna og verð að segja að það stenst algjörlega samanburð við L’oreal vatnið (þó það sé ennþá uppáhalds). Eina sem ég tók eftir er að mér finnst það ekki alveg jafn milt fyrir augun mín, en ég er með alveg ótrúlega viðkvæm augu og þoli fáa hreinsa á augnsvæðið. Það er samt alls ekki óþægilegt að nota það á augun, og það virkar mjög vel í að taka af augnfarða. Fyrir þetta verð er þetta algjörlega frábær vara sem ég mæli með að allir prófi!

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt og allar vörur í henni eru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: