Ég mæli með: Missguided
Ég er búin að fá ansi margar spurningar um árshátíðarkjólinn minn sem ég var í um helgina, svo ég ákvað að gera eina færslu tileinkaða honum! Ég pantaði mér kjólinn á Missguided eftir að ég sá að Þórunn Ívars hafði nælt sér í nokkrar flíkur þar sem litu ótrúlega vel út. Ég fór að skoða síðuna og sá margt fallegt, en ákvað á endanum að panta mér þennan hér. Ég tók stærð 8, og hann passaði akkúrat fullkomlega. Ég er venjulega í stærð 6-8 en ég þorði ekki að taka 6, því ég vildi ekki hafa hann of þröngann þar sem hann er hvítur. Efnið í honum er ótrúlega flott og þægilegt, og ég var alveg virkilega ánægð þegar ég opnaði pakkann minn! Hann var viku og einn dag á leiðinni, og er mjög einfalt að panta á síðunni hjá þeim.
Því miður steingleymdist að ná almennilegri mynd af mér í kjólnum áður en ég fór, en ég náði að smella einni í lok kvöldsins svo ég gæti sýnt ykkur hvernig hann lítur út allur. Ég ákvað að nota Freebra-inn minn innanundir, því mig langaði ekki að böndin á brjóstarhaldaranum myndu sjást. Eins og ég hef áður sagt ykkur, HÉR, elska ég Freebra og hann var akkúrat fullkominn undir þennan kjól! Kjóllinn kostaði undir 10 þúsund krónur hingað kominn, og ég mæli með að kíkja á Missguided ef ykkur vantar fallegann kjól, ótrúlega flott úrval!
xxx