Ég um mig: Uppáhalds matsölustaðirnir mínir

Eins gaman og mér finnst að vera í eldhúsinu og búa til góðann mat, þá verð ég að viðurkenna að ég er alls ekki nógu dugleg að elda dagsdaglega. Ég held að hluti af því sé vegna þess að mér finnst svo mikið af matsölustöðum í boði þar sem hægt er að fá góðann mat á góðu verði. Áður en ég flutti til Reykjavíkur og kom bara í helgarferðir hingað, þá voru alltaf nokkrir staðir sem maður bara varð að fara á og fá sér að borða (landsbyggðarfólkið hlýtur að vera að skynja mig), og þessvegna fór maður ekkert mikið út fyrir þá þegar maður var í bænum. Eftir að ég flutti er ég loksins búin að uppgötva alla frábæru staðina sem eru í boði, og ákvað að taka saman smá lista yfir þá sem eru í uppáhaldi. Þetta eru svona staðir sem ég fer á þegar ég nenni ekki að elda dagsdaglega, og þó að listinn gæti orðið miklu lengri (þarf kannski bara að gera vol.2 af þessari færslu), þá held ég að þetta séu þeir sem eru hvað oftast heimsóttir hjá mér!

NAM

NAM-_DSC7114.NEF_.p-1024x683 NAM-Logo

Einn af þeim stöðum sem ég algjörlega eeeelska er Nam. Nam er bæði á Nýbílavegi í Kópavogi, og svo er fljótlegri staður á Ártúnshöfða. N-A-M stendur fyrir “nútíma asísk matargerð”, en maturinn sem fæst þar er undir áhrifum frá Austur-Asíu. Þetta er akkúrat svona staður sem höfðar virkilega vel til mín, þar sem ég elska asískan mat. Hráefnin sem þeir nota eru mjög fersk og ég fæ alltaf ótrúlega góðann mat hjá þeim. Þeir sem eru ekki mikið fyrir sterkann mat ættu kannski að passa sig á hvað þeir velja sér, því sumt á matseðlinum er mjög sterkt. Ég fæ mér yfirleitt ekki það sterkasta en finnst samt alveg gott að hafa matinn minn bragðmikinn.

Ég mæli með: Núðluskál með kjúklinga dumplings, steiktum hrísgrjónum, steiktu grænmeti, stökkum kartöflum, kóríander og wasabi mæjónesi.

Lemon

IMG_0524

Lemon er svo mikið uppáhalds! Ég veit ekki hversu oft ég hef farið þangað en ég fæ aldrei leið á matnum. Djúsarnir eru virkilega ferskir og samlokurnar eru eitt það besta sem ég veit. Fullkominn staður í hádeginu, og þegar manni langar í léttan kvöldmat. Lemon er á Suðurlandsbraut þar sem ég er fastagestur, og svo líka á Laugaveginum, og fleiri staðir eru í vinnslu. Ég fanga því að sjálfsögðu! Allir staðir sem bjóða upp á eitthvað með avocado fá plús í kladdann hjá mér, og það er sko nóg af því á Lemon!

Ég mæli með: Good Times djús og Spicy Chicken samloku.

Local

1798740_785682831486485_4544543864962124218_n

Salat er eitthvað sem mig langar yfirleitt alltaf í, og þá er Local í algjöru uppáhaldi. Local er bæði í Borgartúni og Smáralind, og báðir staðirnir eru mjög kósý. Ég elska hvað hráefnin eru fersk, og hvað maður fær mikið fyrir peninginn! Þegar ég fæ mér stórt salat dugar það alveg í tvær máltíðir, þó að ég eigi það nú alveg til að skófla því í mig öllu í einu..það er stundum bara svo erfitt að hætta! Ég elska að þeir komi með nýtt salat mánaðarins í hverjum mánuði, og ég bíð alltaf spennt eftir því hvað kemur næst. Ég mæli líka með að smakka möndlubitana hjá þeim í eftirmat, þeir eru algjörlega guðdómlegir!

Ég mæli með: Local Sesam salati og Local Pestó salati.

Tokyo Sushi

tokyo-logo

60

Stundum tek ég svona tímabil þar sem ég borða bara sushi og ekkert nema sushi marga daga í röð. Þá verður Tokyo Sushi yfirleitt fyrir valinu, en þeir eru með mjög gott sushi á virkilega góðu verði! Mér finnst líka snilld að geta gripið með bakka frá þeim í Krónunni, og það er alltaf mjög ferskt og gott þar. Annars eru Tokyo Sushi staðirnir á Nýbílavegi í Kópavogi og í Glæsibæ. Í uppáhaldi eru kjúklinga rúllurnar, því þó ég elski sushi er ég ekkert rosalega mikið fyrir fisk (sem er þversögn ég veit). Mér finnst líka snilld að geta keypt hálfar rúllur og geta þá fengið sér mismunandi tegundir, og svo eru þeir líka með frábæra veislubakka!

Ég mæli með: Kjúklinga-katsu, Lax og epli, og Eldfjallarúllu.

Serrano

4e5f88ccf580b5af945bcb8f9d64f577_newrender

Eitthvað svona sem ég get alltaf borðað þegar ég veit ekkert hvað mig langar í er Serrano. Burrito er svo fullkominn til að grípa með sér, og að sjálfsögðu bragðgóður líka. Serrano er með mexíkóskann mat og leggur mikla áherslu á fersk hráefni. Þeir eru á ótal stöðum en mér finnst staðurinn uppá Höfða langbestur ef maður ætlar að setjast niður að borða, hann er mjög flottur og kósý. Ég tek reglulega ástfóstri við mismunandi burrito-a á matseðlinum, en stundum finnst mér líka gaman að velja bara það sem mig langar í á þá hverju sinni. Ég mæli með að smakka guacamoleið hjá þeim sem er alveg ótrúlega ferskt og gott!

Ég mæli með: Kjúklinga-feta Burrito og Tælenskri Burrito

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: