Ég mæli með: Augnkreminu frá Urtasmiðjunni

Þó að ég sé með frekar venjulega eða blandaða húð og verði yfirleitt aldrei þurr í andlitinu, á ég það til að verða þurr í kringum augun mín og á augnlokunum. Það er ótrúlega pirrandi að vera með þurr augu sem mann langar að nudda, sérstaklega ef maður ætlar að vera með maskara á hverjum degi..Þegar ég fór heim í jólafrí í desember stalst ég ansi oft í augnkremið hennar mömmu minnar, en það er frá Urtasmiðjunni og er algjört undrakrem!

IMG_7975

Urtasmiðjan er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir lífrænt vottaðara snyrtivörur. Mamma á akkúrat líka vöðvaolíu frá þeim, og hún er algjör snilld líka! Sérstaklega fyrir þá sem eru með vöðvabólgu! Augnkremið má líka nýta sem húðnæringu á svæði sem eru sérstaklega þurr. Það inniheldur olíu úr granateplum, lífrænt sheasmjör (sheabutter), morgunfrú og hafþyrni auk þess að vera ríkt af A og E vítamínum sem eru einmitt frábær fyrir augun og húðina. Kremið er virkilega næringarríkt og líka græðandi, svo það hentar alveg einstaklega þar sem húðin verður þurr og sár.

IMG_7983

Kremið er þykkt og frekar feitt, en mér finnst alltaf ótrúlega þægilegt að setja það á mig þegar ég er orðin sérstaklega þurr. Það veitir strax róandi tilfinningu og ég smyr alveg mjög þykku og góðu lagi á augun og augnlokin áður en ég fer að sofa. Ég mæli ekki með að nota kremið á morgnanna, ef þið ætlið að setja á ykkur augnmálningu á eftir, því það er það feitt að augnskuggi myndi fara að setjast í línur og eyeliner myndi líka renna til. Ef þið eruð að leita að kremi sem hentar vel á morgnanna þá nota ég alltaf kremið úr Skin Perfect línunni frá L’oreal sem ég segi frá HÉR og HÉR áður en ég mála mig á morgnanna.

IMG_7988

Ég er að segja ykkur það að þetta er algjört kraftaverkakrem. Ég finn strax mikinn mun á augnþurrkinum mínum eftir bara nokkur skipti, og þetta er klárlega eitt besta augnkrem sem ég hef prófað. Ég er einhvernveginn alltaf að leita mér að hinu fullkomna augnkremi og held bara svei mér þá að það sé fundið! Ég keypti mitt krem í Heilsuhúsinu í Kringlunni, en vörur frá Urtasmiðjunni eru seldar á þónokkrum stöðum. Ég fann lista á heimasíðunni þeirra yfir útsölustaði en hann má sjá HÉR.

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt og allar vörur í henni keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: