5 uppáhalds í febrúar!
Febrúar var stuttur, en viðburðaríkur hjá mér! Mikið hlakka ég til að klára mars og fara heim til Akureyrar í páskafrí og borða páskaegg..en ekki alveg strax. Á meðan segi ég ykkur frá uppáhals í febrúar!
L’oreal Lumi Maquige Highlighting Powder
Allra, allra, allra mest uppáhalds highlighterinn minn í augnablikinu! Það er svolítið langt síðan ég keypti hann, en ég fékk hann í Boots í Bretlandi í fyrra haust, og er búin að nota hann stanslaust síðan. Ég fattaði bara um daginn að ég var aldrei búin að minnast á hann! Þetta er pressað púður, sem er highlighter, og í miðjunni er hann aðeins bleikari, svo hann virkar sem kinnalitur líka. Hann er algjört æði, því það er alls ekki of mikið glimmer í honum, og púðrið er nefnilega líka mattandi! Þannig maður verður ekki eins og diskókúla í framan, heldur fær bara fallegt matt highlight..fullkomið!
Minn lítur svona út núna eftir rúmlega hálfs árs notkun, en bleiki liturinn er kominn aðeins meira í gegn en hann var fyrst. Eini gallinn er að þessi fæst ekki á Íslandi..ennþá allavega. Ef að einhvern langar í er ég á leiðinni að fara að panta mér nýjann af netinu, og get alveg tekið nokkra auka ef það er áhugi, þeir sem vilja mega senda mér message á like síðuna!
Smashbox Primer Spray
Hefði ekki getað gert uppáhalds án þess að setja þennan! Ég gerði ítarlegri færslu um þetta primer sprey um daginn, HÉR, og ég er búin að nota það uppá dag síðan ég fékk það. Það er því miður uppselt um allt land akkúrat núna, en ég fékk þær upplýsingar í Hagkaup seinustu helgi að það ætti að skila sér eftir sirka viku..svo það hlýtur að fara mæta í búðir aftur, fylgist spennt með!
Essie í litnum Fiji
Ég gat heldur ekki sleppt því að setja þetta naglalakk hérna í uppáhalds, þar sem ég er nánast ekki búin að nota neitt annað seinasta mánuðinn eins og þið hafið kannski tekið eftir á myndunum mínum. Ég fékk mér það þegar ég fór í gegnum Fríhöfnina um daginn, en það fæst ekki utan hennar hér á Íslandi því miður. Ef að einhver sem þið þekkið er að fara þar í gegn mæli ég með að láta kippa með a.m.k. einu glasi af Essie, dásamleg lökk! Ég elska líka hvíta litinn frá þeim, en ljósbleiki Fiji er bara aaaaðeins of dúllulegur!
Mac Face and Body Foundation
Ég keypti mér þennan farða fyrr í mánuðinum, eftir að hafa heyrt endalaust góða hluti af honum en aldrei prófað hann sjálf. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum og er búin að grípa í hann nokkuð oft seinasta mánuðinn. Hann minnir mig helst á True Match farðann frá L’oreal sem er algjört all-time-favorite, en þessi er þó aðeins þynnri og þar að auki vatnsheldur. Ég tók reyndar aðeins of dökkan lit, en hann verður örugglega fullkominn í sumar. Ég tók C4.
Maybelline Age Rewind Concealer
Þetta. Er. Snilld. Ég algjörlega dýrka þennan hyljara! Hann er fullkominn til að nota undir og í kringum augun, felur dökka bauga og gefur fallegan ljóma í leiðinni. Ég tók minn í litnum light, og er á leiðinni að fara panta mér tvo í viðbót í litunum neutralizer, sem á að vera fyrir extra dökka bauga, og brightener, sem á að gefa extra mikinn ljóma. Ég bara verð að eignast fleiri svona! Það sem mér finnst líka snilld er svampurinn sem formúlan kemur uppúr, hann er ótrúlega mjúkur og togar ekki í viðkvæmu húðina undir augunum.
xxx
Hvar pantar þú Maybelline Age Rewind Concealer langar svo í svona
LikeLike
Ég panta á Ebay, passaðu bara að velja réttan lit! 🙂
LikeLike
Hvernig húðtýpu ertu með? Er búin að vera að pæla í Face and Body líka en hef heyrt að það sé ekki góður farði fyrir einu sinni smá þurra húð. Er sjálf með blandaða…
LikeLike
Já ég er með svona normal/blandaða 🙂 Verð yfirleitt aldrei eitthvað rosalega þurr, en fæ aðeins feitara T-svæði. En farðinn er water-based, en ekki oil-based, sem gæti þýtt að hann henti betur þeim sem eru með feita/blandaða húð. Mac gefur hann samt upp fyrir allar húðtýpur, og hann hefur allavega hentað minni húð rosalega vel!
LikeLike