Ég elska: VitHit vítamínvatn

IMG_7894

Á föstudaginn fékk ég sendann kassa með 5 tegundum af nýjum vítamíndrykk sem var að koma á markað hér á landi. Drykkurinn heitir VitHit og er vítamínbætt vatn með bragði, ókolsýrt. Drykkurinn er ótrúlega spennandi vara og eftir að hafa lesið um hann á netinu var ég orðin virkilega spennt að smakka!

IMG_7742

Eins og ég sagði áður kemur vatnið í 5 bragðtegundum. Allar tegundirnar innihalda vítamínbætt vatn, og svo te og ávaxtasafa. Ég er alltaf að reyna að vera duglegri að drekka vatn, og verð að viðurkenna að ég er ekki að standa mig nógu vel. Ég gleymi alltof oft að hafa vatnsflösku í töskunni, og svo langar mig svo oft í eitthvað bragðbætt vatn, en á það til að fá illt í magann af tegundum sem eru kolsýrðar (er með frekar viðkvæman maga). Ég hef áður keypt mér aðrar tegundir af vítamínbættu vatni sem hafa verið á markaðnum, en mér finnst flestar of sætar og innihalda bæði of mikinn sykur og of margar kaloríur. Þessvegna finnst mér þessi drykkur vera kærkomin viðbót, en hver flaska inniheldur 35 kaloríur eða minna, samanborið við 120 kaloríur í flösku af Vitaminwater (og þær eru allar úr venjulegum sykri), sem er sambærileg vara.

Upplýsingar VITHIT

Tegundirnar 5 eru með mismunandi vítamínum, og mismunandi virkni. Á myndinni hér að ofan eru góðar upplýsingar um hvaða tegund gerir hvað, og það er gaman að skoða og spá í því hvaða tegund myndi henta manni best!

IMG_7743_fotor

Mér finnst allar tegundirnar vera mjög bragðgóðar, en í uppáhaldi er þessi græni, lean&green, sem að er með epla og ylliblómabragði, og inniheldur líka maté te og L-karnitín, sem er efni sem ég hef oft tekið inn í töfluformi og á að hraða brennslunni. Þessi dökkbleiki, boost, finnst mér líka ótrúlega góður, en hann er með gingseni og rauðrunnate, sem gefur manni orkuskot og inniheldur líka fullt af andoxunarefnum. Fagurbleiki drykkurinn sem er á efstu myndinni er líka ótrúlega sniðugur, hann heitir immunitea (veit ekki með ykkur en ég hugsa alltaf um survivor þegar ég heyri þetta nafn..), og inniheldur til dæmis sólhatt sem margir taka inn sem flensuvörn! Ég mæli svo mikið með að prófa og smakka, en þessir drykkir fást í flestum matvörubúðum

xxx

Vörurnar í færslunni hér að ofan voru sendar sem sýnishorn. Það hefur þó ekki áhrif á álit höfundar á vörunni, sem leitast ávallt við að gefa einlægt og upplýst álit.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: