Dagbókin: Outfit vika!

Untitled-2

í haust gerði ég færslu þar sem ég tók mynd af skóla-outfittum dagsins í eina viku, og ákvað að það væri gaman að endurtaka leikinn aftur núna! Myndirnar eru allar mjög mikið hversdags en mér finnst oft svo gaman að skoða og eiga svoleiðis myndir, því oftast tekur maður bara myndir þegar maður er búinn að taka sig til og er að fara eitthvað sérstakt. Dagbókin mín í outfittum var svona:

Mánudagur

IMG_0113

Á mánudagsmorgun leit ég út og veðrið var eitthvað svo ótrúlega gott og minnti mig á vorið, svo ég ákvað að skella mér bara í þunnan blóma-kimono. Ég hefði þó betur skoðað veðurspánna því það kom ógeðslegt veður seinni part dags..en maður má nú reyna að flýta vorinu með sumarlegum flíkum! Kimonoinn er úr H&M og kostaði eitthvað fáránlega lítið, svo ég var ekki lengi að stinga honum ofan í pokann í seinustu ferð. Ég elska að eiga svona kimonoa til að geta hent yfir mig, og þeir gera venjulegt svart outfit aðeins skemmtilegra. Sokkabuxurnar eru mínar uppáhalds, Different 80 frá Oroblu, en svarti kjóllinn sem ég er í innanundir er úr Only í Noregi, en það fæst nánast sami kjóll í Vila hér heima akkúrat núna. Hann er alveg plain, beinn í sniðinu og með frekar háu hálsmáli, og ég er búin að nota hann endalaust mikið.

Þriðjudagur

IMG_7666_fotor

Það er fátt sem mér finnst skemmtliegra að klæða mig í en fínlegar skyrtur, og þessi ferskjulitaða er orðin svooo mikið uppáhalds. Ég keypti hana í H&M fyrir nokkrum vikum síðan, en hún er mjög þunn og verður fullkomin í sumar. Til að dressa hana aðeins niður fór ég í svartar, frekar víðar buxur (samt þröngar neðst) úr H&M líka, sem mér fannst koma vel út, og ég á örugglega eftir að nota þær við fleiri skyrtur þegar ég vil ekki vera “of fín”. Ég var með svarta Six hálsfestið mitt við, en það passar svo ótrúlega vel við þessa skyrtu eitthvað.

Miðvikudagur

IMG_0132

Ég keypti mér þessa hvítu peysu í H&M um daginn (já ég versla semsagt bara í H&M eiginlega), og hún er búin að vera í nánast stöðugri notkun síðan. Hún er ótrúlega þægileg til að smeygja sér í yfir nánast hvað sem er og passar við allt. Það eru til svipaðar peysur í mörgum búðum hérna heima, hef til dæmis séð í bæði Vero Moda og Vila. Innanundir er ég í röndóttri skyrtu úr Y.A.S. línu Vero Moda, sem ég keypti fyrir áramót, en ég sá að það voru til margar mjög svipaðar í Vero Moda þegar ég kíkti þangað um daginn. Skórnir mínir eru frá Sixmix og eru svo mikið notaðir að það er komið gat á þá á hliðinni..held það fari að koma tími á að fjárfesta í nýjum!

Fimmtudagur:

IMG_0131

Þessa peysu keypti ég mér í H&M á flugvellinum í Kaupmannahöfn um daginn, en hún var algjört impulse buy, og ég var eiginlega ekki viss um hvort ég myndi einhverntímann nota hana þegar ég kom heim. Ég fell alltof oft fyrir einhverju sem er merkt svona “must have” í búðunum, en þessi var akkúrat á þannig slá. Það reyndist þó alveg ágætt í þessu tilfelli, því ég hefði örugglega aldrei annars keypt hana, og ég er eiginlega bara mjög ánægð með hana og á alveg pottþétt eftir að nota hana. Við hana er ég í nýju svörtu uppáhalds gallabuxunum mínum úr Vero Moda. Ég fékk þær þar fyrir um einni og hálfri viku síðan, og hef ekki farið úr þeim síðan ég fékk þær úr styttingu (ég þarf alltaf að láta stytta gallabuxur sem ég kaupi mér því ég er með svo fáránlega stuttar lappir, nema ef ég dett niðrá týpu sem er ætluð sem svona 3/4 lengdar buxur á venjulegar fætur..frekar fyndið) sem er mjög sérstakt því ég geng nánast aldrei í gallabuxum..er alltaf í leggings eða sokkabuxum. Það sem ég elska við þessar eru að þær eru alveg ótrúlega mjúkar, og mjög háar upp, og aðeins hærri upp að aftan. Þær heita Super Fix Skinny Jeans, og ég mæli með að fara niðrí Vero Moda og prófa þær, og láta sannfærast um hvað þær eru frábærar. Teygjan í efninu er alveg sérstök og gerir þær ótrúlega þægilegar, og svo halda þær sér líka alveg ótrúlega vel og verða ekki svona “teygðar” í laginu eftir nokkur skipti. Uppáhalds!

Föstudagur:

IMG_7868_fotor

Í fallega veðrinu á föstudaginn (og um helgina líka) nýtti ég tækifærið og notaði nýju gullfallegu kápuna mína úr Vero Moda sem ég sagði ykkur frá um daginn. Mér finnst hún algjörlega gullfalleg, en ég hafði aldrei prófað að hafa hana rennda, en var ánægð með hvað hún kom ótrúlega vel út svoleiðis. Mér finnst æði að eiga fallega kápu sem er alveg nóg ein og sér, og þá þarf maður ekki einusinni að velja sér neitt sérstakt til að vera í undir. Sokkabuxurnar sem ég er í þarna heita Shock Up 60 og eru frá Oroblu, og eru líka einar af mínum uppáhalds. Þær eru þykkar og þekjandi en samt með aðhaldi, sem mér finnst mjög þægilegt.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: