Heilsa: Hvað er oil-pulling?

Þeir sem lesa bloggið mitt reglulega hafa örugglega tekið eftir því að ég nota ótrúlega mikið af olíum í allskonar hluti. Ég trúi endalaust mikið á krafta hinna ýmsu olía, og nota þær til að hugsa um húðina mína, í hárið, fyrir neglurnar, til inntöku og svo stunda ég oil-pulling! HÉR er færsla þar sem ég segi vel frá nokkrum olíum sem ég nota reglulega, og ef þið leitið að “olía” hér til hliðar á síðunni ættuð þið að fá upp þónokkrar færslur þar sem ég segi ykkur frá olíum! Í færslunni þar sem ég segi frá þremur ráðum fyrir hvítari tennur, segi ég frá tannverndandi áhrifum þess að nota kókosolíu sem munnskol. En oil-pulling getur haft marga aðra kosti, og ég ætla að segja ykkur aðeins frá þeim hér!

IMG_7848

Svo hvað er oil-pulling?

Ég hef ekki ennþá fundið neitt gott íslenskt orð yfir oil-pulling..olíutogun? Notum það bara hér í þessari færslu! Þær olíur sem eru oftast notaðar eru kókosolía, sesamolía, og sólblómaolía. Persónulega hef ég bara notað kókosolíu og líkar hún mjög vel. Fyrst þegar ég byrjaði að gera þetta fannst mér áferðin frekar ógeðsleg, og fannst ekki gott að setja olíuna harða uppí mig og láta hana bráðna. Þetta hefur samt vanist ótrúlega og núna finnst mér eiginlega áferðin og bragðið bæði vera gott, og ég hlakka til að fá mér olíu á morgnanna. Að stunda olíutogun er aldagömul ayurvedisc aðferð sem hefur verið notuð í Indlandi og Suður-Asíu í margar aldir. Meðal þess sem sagt er að olíutogun eigi að geta gert er:

-Hjálpa til við að halda tönnum og tanngóm heilgbrigðum, og gera tennurnar hvítari.

-Hjálpar húðinni að hreinsa sig og hjálpar einnig ýmsum húðvandamálum eins og bólum, og exem.

-Hjálpar til við að losa eiturefni (detoxa) úr líkamanum.

-Hjálpar til við svefnvandamál.

-Hjálpar þeim sem eru með ofnæmi og mígreni.

-Hjálpar við hausverk og þynnku (!)

-Hjálpar til við að halda hormónum í líkamanum í jafnvægi, og þannig minnka skapsveiflur.

-Hjálpar til við að minnka andfýlu.

IMG_0127

Svo hvernig stunda ég olíutogun?

Það er alveg rosalega einfalt! Þetta snýst í raun og veru bara um að taka um eina matskeið af einhverri af þeim olíum sem mælt er með, setja hana uppí munn, og velta henni þar um í 15-20 mínútur, án þess að kyngja henni. Ef þér finnst erfitt að kyngja henni ekki – notaðu þá bara minna magn. Ég nota yfirleitt ekki heila matskeið, því mér finnst það of mikið, örugglega bara um hálfa. Til að byrja með geta 20 mínútur verið eins og heil eilífð, og það er alveg sniðugt að byrja hægt og byrja kannski bara á 5 mínútum á dag, og smám saman lengja tímann. Ég endist oftast ekki svona lengi, en 10-15 mínútur hefur mér fundist vera nóg. Þegar þú spýtir olíunni út er best að spýta henni beint í ruslið, því hún getur stíflað vaska og niðurföll þegar hún kólnar!

IMG_0595

En virkar þetta eitthvað og afhverju ætti það að gera það?

Það eru mjög skiptar skoðanir um rannsóknir á virkni olíutogunar, og margir segja að þetta sé bara algjör vitleysa. Þeir sem trúa á olíutogun segja að olían taki upp mikið af skaðlegum bakteríum og eiturefnum sem safnast fyrir í munninum, og hjálpi þannig til við að halda líkamanum hreinum. Persónulega trúi ég kannski ekki alveg jafn mikið og sumir segja, að þetta sé allra meina bót og geti læknað ofnæmi, mígreni og exem, þá held ég að það sé samt mikið til í þessu! Margir hafa bent á að þar sem olíutogun sé einstaklega áhrifarík leið til þess að hreinsa munninn (sem kemur þó samt ekki í staðinn fyrir að bursta og nota tannþráð), þá geti hún hjálpað til við að minnka álag á ónæmiskerfi líkamans, þar sem hann þarf ekki stöðugt að vera að berjast á móti bakteríum og sýkingum sem oft myndast í munninum. Mér finnst það meika mikið sens, og þar sem það eru ekki neinar aukaverkanir af því að stunda olíutogun, er það alveg þess virði að prófa, og dæmi svo hver fyrir sig!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: