Ég elska: Crest Whitestrips fyrir hvítar tennur

Ein af vinsælustu færslunum á síðunni er færslan sem ég setti inn seinasta haust, þar sem ég gef þrjú góð ráð fyrir hvítari tennur, HÉR. Öll ráðin í þeirri færslu eru náttúruleg og skaðlaus fyrir tennurnar, en virka kannski ekki alveg eftir eitt skipti, heldur eru þau meira til að viðhalda fallega hvítum tönnum. Ég er mjög upptekin af því að vera með hvítar tennur, spái mikið í tannhvíttunaraðferðum, og hef prófað ýmislegt. Ég hef notað nokkur mismunandi tannhvíttunartannkrem, farið í laser-tannhvíttun, burstað tennurnar upp úr matarsóda og jarðaberjum og prófað öll trixin í bókinni. En það sem að mér hefur fundist í senn virka best og vera einfaldast, eru tannhvíttunarlengjurnar frá Crest!

IMG_7699_fotor

Lengjurnar koma í litlum bréfum, en það eru yfirleitt 20 stykki í pakkanum. Hvert bréf er til að nota í eitt skipti, og inniheldur eina lengju fyrir tennur í efri góm, og aðra fyrir tennur í neðri góm. Það eru til nokkrar tegundir af lengjum, en ég kaupi alltaf þær sem heita Professional Effects. Þær eru til að nota í 30 mínútur í senn, og má nota daglega sem meðferð í 20 daga. Ég hef nú reyndar aldrei notað þær svona marga daga í röð, en hef stundum haft lengjurnar aðeins lengur á (ég mæli samt alltaf með að fylgja leiðbeiningum), og notað þá bara eftir því sem mér finnst þurfa, svona kannski sirka einu sinni í mánuði. Það má mest nota 2 pakka á ári af þessari tegund, svo ég slepp vel undir það. Nokkrum tímum eftir notkun, og daginn eftir, finn ég að tennurnar mínar eru aðeins viðkvæmari en venjulega, og ég fæ aðeins tannakul, en það hverfur eftir 1-2 daga. Það eru líka til mildari tegundir af lengjum sem á bara að nota í 5 mínútur, og svo lengjur sem má nota í klukkutíma, en mér hefur fundist þessar bestar.

 Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningunum sem eru í meðfylgjandi bækling með lengjunum.

IMG_7700

Þegar maður rífur upp bréfið er þar lítið glært spjald með lengjunum tveim á. Það er eins og lím aftan á þeim, sem festist á tennurnar. Það er best að vera með “skítugar”, eða allvega ekki nýburstaðar tennur þegar maður setur lengjurnar á, þannig haldast þær best. Til að setja þær á, tek ég þær frá spjaldinu, strengi yfir tennurnar, og brýt svo innan á tennurnar brúnina sem stendur út af. Eftir smástund fer tannhvíttunarefnið aftan á þeim að leysast upp, og á meðan ég er með þær á mér finnst mér gott að bíta saman og sjúga inn, svo vökvinn og munnvatnið sem myndast hverfi og lengjurnar haldist á sínum stað (þetta er erfitt að útskýra en þið fattið örugglega hvað ég á við ef þið prófið).

IMG_0121

Þið afsakið Snapchat myndina en ég gleymdi að taka almennilega mynd þegar ég skellti þeim á mig í fyrradag. Lengjurnar sjást svosem ekkert, en maður má ekki drekka eða borða meðan maður er með þær á, og svo talar maður svolítið bjagað líka. Ég er búin að nota svona lengjur í kannski svona 2-3 ár núna, og er ótrúlega ánægð með árangurinn. Mér finnst ég sjá mikinn mun eftir notkun, og elska hvað þær eru einfaldar og þægilegar í notkun. Ég sé sérstaklega mikinn árangur þegar ég er dugleg að nota kókosolíuna líka, eins og ég sagði frá í áðurnefndri færslu, auk þess sem svoleiðis oil-pulling eins og það kallast, hefur marga aðra kosti, sem ég mun segja ykkur frá seinna!

300

Seinast þegar ég keypti mér Crest lengjur pantaði ég mér þær á Ebay, en þær hafa fengist hér á Íslandi í Kost Dalvegi. Ég hafði samband við Kost áðan, og þær eru til hjá þeim, og fást á þjónustuborðinu. Pakkinn af lengjum eru ekki beint ódýr, og kostar alveg sitt, en miðað við aðrar tannhvíttunaraðferðir og niðurstöðurnar sem fást, finnst mér þær vera mjög hagstæðar. Flestar tannhvíttunaraðferðir á markaðnum í dag eru mjög dýrar, og eru yfirleitt bara miðaðar við eitt skipti sem endist í einhverja mánuði eða ár, en einn svona pakki dugar mér alveg í rúmlega ár. Ef þið ætlið að kaupa ykkur á netinu mæli ég með að varast eftirlíkingar, og vera viss um að þið séuð að kaupa hinar upprunalegu lengjur frá Crest. Gleðilega tannhvíttun!

xxx

2 Comments on “Ég elska: Crest Whitestrips fyrir hvítar tennur”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: