Gyða talar um: Bold Metals

IMG_7624

Okei svo um helgina fékk ég himnasendinguna sem ég er búin að vera að bíða eftir..nefnilega nýju burstana frá Real Techniques sem eru úr Bold Metals línunni! Ég er alveg að missa mig yfir þessum burstum, og gat bara ekki beðið eftir að segja ykkur frá þeim! En ég hafði svo mikið að segja að ég ákvað að búa til myndband, þar sem mér fannst ég þurfa að sýna ykkur um leið og ég tala. Það var alveg áskorun að setjast fyrir framan myndavélina og tala, en ég hef áður tekið upp myndbönd en aldreið þorað að birta þau..kannski ég fari að gera það oftar, þetta var ekkert svo hræðilegt! Við getum alveg látið myndbandgsgerðarhæfileikana mína liggja á milli hluta núna er það ekki? Í myndbandinu segi ég ykkur aðeins frá línunni, og svo frá einum bursta í hverjum lit, hvernig ég nota þá, í hvað, og afhverju þeir eru svona frábærir! Ég gæti örugglega talað endalaust þegar ég fæ að tala um snyrtivörur og bursta svo myndbandið varð óvart 10mínútur..en endilega horfið ef þið hafið áhuga!

Njótið!

xxx

8 Comments on “Gyða talar um: Bold Metals”

 1. Flott kynning á þessum gullfallegu burstum! Get ekki beeeðið eftir að þeir komi til landsins!
  Mig langaði samt að forvitnast hvaða farða þú ert með í myndbandinu, ég hef undanfarna mánuði keypt mér 3-4 farða en virðist ekki enn vera búin að finna my perfect match en þessi lúkkar voða vel 🙂

  Kv. Karen

  Like

  • hæhæ og takk fyrir að lesa, horfa og hlusta! 🙂

   En fyndið að þú hafir notað orðin perfect match því ég er akkúrat með True Match farðann frá L’oreal á mér þarna! Hann er einn af mínum uppáhalds og hentar mér rosalega vel, mæli með að prófa hann 🙂

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: